Í nýjasta þættinum er fylgst með Gunnari sinna fjölmiðlavinna og svo þegar hann fór á opnu æfinguna í York Hall.
Svo er Gunnari fylgt aðeins í æfingasalinn á Hilton-hótelinu en hann glímdi líka aðeins við Matthew Miller. Dagarnir eru oft langir í bardagavikunni.
Lýsendur kvöldsins fá allir fund með bardagaköppunum til þess að afla sér góðra upplýsinga fyrir stóra kvöldið. Svo er að sjálfsögðu mikið verið að spyrja Gunnar út í árshátíðarmyndband Mjölnis sem hefur heldur betur slegið í gegn.
Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London á morgun. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.