Sport

Sjáðu fimm bestu afgreiðslur Gunnars Nelson í gólfinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson afgreiddi Alan Jouban með gríðarlegum stæl.
Gunnar Nelson afgreiddi Alan Jouban með gríðarlegum stæl. vísir/getty

Gunnar Nelson berst annað kvöld við Bretann Leon Edwards á UFC-kvöldi í Lundúnum sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en Gunnar reynir þar að fylgja eftir góðum sigri á Alex Oliveira frá því í desember.

Gunnar kláraði þann bardaga með hengingartaki sem kemur lítið á óvart þar sem hann hefur unnið þrettán af sautján bardögum sínum sem atvinnumaður í gólfinu með því að hengja menn.

Afgreiðslan á Oliveira var sjöunda hengingartakið sem Gunnar klárar bardaga með UFC sem er met í veltivigtinni. Enginn hefur klárað fleiri bardaga í veltivigt UFC með slíkri aðferð.

Til heiðurs Gunnari og afburða getu hans í gólfglímu birti Facebook-síðu UFC skemmtilegt myndband í dag þar sem farið er yfir fimm bestu hengingartök Gunnars.

Það besta kom í sigrinum á Alan Jouban í Lundúnum á sama kvöldi fyrir tveimur árum. Gunnar náði þar góðu höggi í andlit Jouban, sparkaði hann svo í gólfið áður en hann tók fallöxina á Bandaríkjamanninn og kláraði bardagann.

Hér að neðan má sjá fimm bestu afgreiðslur Gunnars í UFC.


Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður

Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.