Sport

Bardagi Gunnars og Edwards staðfestur | Sjáðu Gunnar og Edwards á vigtinni

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Gunnar klikkar aldrei á vigtinni.
Gunnar klikkar aldrei á vigtinni. vísir/getty

Það var ekkert vesen á bardagaköppunum á vigtinni í morgun og allir í réttri þyngd. Bardagarnir því staðfestir og fólk má setja sig í stellingar.

Gunnar var í baði klukkan níu þegar fyrstu menn voru mættir niður á svæðið til þess að henda sér á vigtina. Aldrei neitt stress hjá okkar manni.

Fimm mínútur yfir níu var Leon Edwards mættur á vigtina. Leit vel út og var slétt 170 pund eða 77 kíló.

Jorge Masvidal nennti ekkert að eyað deginum í vigtun og var mættur á vigtina eina mínútu yfir níu. Hann var 171 pund sem sleppur. Leit vel út.

Till var mættur klukkan 09.28. Vissi greinilega að hann var tæpur því hann fór úr nærbuxunum. Það dugði til því hann var líka 171 pund. Báðir rétt yfir 170 pundunum en löglegir.

Gunni var næstsíðastur á vigtina klukkan 10.08 og var 170,5 pund. Vel sveittur enda nýkominn undan handklæðunum. Frábær tíðindi að ekkert hafi komið upp og við fáum aðalbardagana í O2 Arena á morgun.

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.


Klippa: Gunnar og Edwards á vigtinni
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.