Sport

Veðbankar spá Edwards sigri gegn Gunnari Nelson

Gunnar má ekki tapa á morgun.
Gunnar má ekki tapa á morgun. vísir/getty
Gunnar Nelson stígur í búrið annað kvöld á UFC-bardagakvöldi í Lundúnum þar sem hann mætir heimamanninum Leon Edwards í næstsíðasta bardaga kvöldsins en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Gunnar þarf sárlega á sigri að halda til að halda siglingu í veltivigtinni en hann vann frábæran sigur á Alex Oliveira í desember og þarf nú að taka Edwards ætli hann sér fyrir alvöru að gera atlögu að titilbardaga.

Aldrei á ferlinum hefur Gunnar unnið topp tíu bardagamann í UFC en Edwards er einmitt í tíunda sæti og gæti sigur á honum orðið mjög stór, hvað þá á heimavelli Bretans.

Edwards er enginn auli. Þvert á móti. Hann er búinn að vinna sex bardaga í röð í UFC og átta af tíu UFC-bardögum sínum á ferlinum síðan að hann fékk samning hjá sambandinu árið 2014.

Veðbankar út um allan heim eru á því að Edwards muni hafa betur gegn Gunnari en stuðlarnir eru þó ekkert yfirgnæfandi. Fólk getur tvöfaldað peninginn sinn með því að veðja á sigur íslenska bardagakappans svona almennt hvert sem litið er.

Hér heima er stuðulinn 1,63 á sigur Edwards á Lengjunni og 2,01 á Gunnar Nelson en það rímar svo að mestu leyti við veðbanka erlendis.

MMA

Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður

Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×