Sport

Veðbankar spá Edwards sigri gegn Gunnari Nelson

Gunnar má ekki tapa á morgun.
Gunnar má ekki tapa á morgun. vísir/getty

Gunnar Nelson stígur í búrið annað kvöld á UFC-bardagakvöldi í Lundúnum þar sem hann mætir heimamanninum Leon Edwards í næstsíðasta bardaga kvöldsins en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Gunnar þarf sárlega á sigri að halda til að halda siglingu í veltivigtinni en hann vann frábæran sigur á Alex Oliveira í desember og þarf nú að taka Edwards ætli hann sér fyrir alvöru að gera atlögu að titilbardaga.

Aldrei á ferlinum hefur Gunnar unnið topp tíu bardagamann í UFC en Edwards er einmitt í tíunda sæti og gæti sigur á honum orðið mjög stór, hvað þá á heimavelli Bretans.

Edwards er enginn auli. Þvert á móti. Hann er búinn að vinna sex bardaga í röð í UFC og átta af tíu UFC-bardögum sínum á ferlinum síðan að hann fékk samning hjá sambandinu árið 2014.

Veðbankar út um allan heim eru á því að Edwards muni hafa betur gegn Gunnari en stuðlarnir eru þó ekkert yfirgnæfandi. Fólk getur tvöfaldað peninginn sinn með því að veðja á sigur íslenska bardagakappans svona almennt hvert sem litið er.

Hér heima er stuðulinn 1,63 á sigur Edwards á Lengjunni og 2,01 á Gunnar Nelson en það rímar svo að mestu leyti við veðbanka erlendis.


Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður

Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.