Sport

Gunnar er á sérstöku fæði og fær mat á þriggja tíma fresti

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Gunnar skóflar í sig.
Gunnar skóflar í sig. mynd/snorri björns

Til þess að ná réttri þyngd á sem bestan og þægilegastan máta fyrir bardaga morgundagsins þá kaupir Gunnar Nelson matarþjónustu sem hann elskar.

„Ég fæ máltíðir frá Ian sem er einn af kokkunum hans Lockharts. Hann gerir yndislegan mat fyrir mig á þriggja tíma fresti,“ segir Gunnar og það ljóma í honum augun að hugsa um matinn.

Lockart þessi er einn helsti sérfræðingurinn í þessum bransa og er með hundruði bardagamanna á sínum snærum. Hann er með her manna í vinnu við að fæða bardagakappanna sem þurfa rétta næringu á meðan þeir eru að létta sig.

Strax eftir vigtun fær Gunnar drykki frá sama aðila og það er mikið skipulag í kringum matarmálin dagana fyrir bardaga.

Gunnar fær góð ráð frá manninum sem kemur með matinn. Okkar manni finnst gott að borða upp í rúmi. mynd/snorri björns

„Þetta er mjög góður matur. Hann kemur með þvílíka máltið til manns en svo er hún bara á pappadisk og með plasthnífapörum. Fyrir utan það er þetta geggjað.“

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.


Klippa: Gunnar á sérstöku mataræði


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.