Innlent

Álmu í Breiðholtsskóla lokað vegna myglu

Ari Brynjólfsson skrifar
Sýni voru tekin í Breiðholtsskóla vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Mygla var í útvegg.
Sýni voru tekin í Breiðholtsskóla vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Mygla var í útvegg. FBL/ernir

Álma í Breiðholtsskóla verður að fullu rýmd í dag og á morgun eftir að mygla fannst í veggjum skólans. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Búið var að rýma fimm kennslustofur, síðustu þrjár verða rýmdar yfir helgina.

Ekki náðist í Ástu Bjarneyju Elíasdóttur skólastjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jóna Björg Sætran aðstoðarskólastjóri vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. „No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn,“ sagði Jóna Björg. Ekki náðist heldur í fulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.


Jóna Björg Sætran, aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla “No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn”

Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun febrúar að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands, í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða var til að bregðast við. Í sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunni var ástandið alvarlegra.

Í sýninu fundust gró myglusvepps ásamt smádýraskít. Um er að ræða svepp sem getur valdið ofnæmi, astma og útbrotum. Í minnisblaðinu er lagt til að byrjað verði á að opna útveggi í kennslustofum til að kanna ástandið strax.

Ljóst er að mikið þarf að endurnýja, þar á meðal er útveggjaklæðning, ofnakerfi, rafmagnslagnir, loftaklæðning, gólfdúkar og þétting glugga. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.