Álmu í Breiðholtsskóla lokað vegna myglu Ari Brynjólfsson skrifar 16. mars 2019 07:30 Sýni voru tekin í Breiðholtsskóla vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Mygla var í útvegg. FBL/ernir Álma í Breiðholtsskóla verður að fullu rýmd í dag og á morgun eftir að mygla fannst í veggjum skólans. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Búið var að rýma fimm kennslustofur, síðustu þrjár verða rýmdar yfir helgina. Ekki náðist í Ástu Bjarneyju Elíasdóttur skólastjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jóna Björg Sætran aðstoðarskólastjóri vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. „No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn,“ sagði Jóna Björg. Ekki náðist heldur í fulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Jóna Björg Sætran, aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla “No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn”Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun febrúar að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands, í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða var til að bregðast við. Í sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunni var ástandið alvarlegra. Í sýninu fundust gró myglusvepps ásamt smádýraskít. Um er að ræða svepp sem getur valdið ofnæmi, astma og útbrotum. Í minnisblaðinu er lagt til að byrjað verði á að opna útveggi í kennslustofum til að kanna ástandið strax. Ljóst er að mikið þarf að endurnýja, þar á meðal er útveggjaklæðning, ofnakerfi, rafmagnslagnir, loftaklæðning, gólfdúkar og þétting glugga. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Álma í Breiðholtsskóla verður að fullu rýmd í dag og á morgun eftir að mygla fannst í veggjum skólans. Um er að ræða átta kennslustofur sem verða endurnýjaðar að fullu innandyra, búist er við því að framkvæmdum ljúki næsta haust. Búið var að rýma fimm kennslustofur, síðustu þrjár verða rýmdar yfir helgina. Ekki náðist í Ástu Bjarneyju Elíasdóttur skólastjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jóna Björg Sætran aðstoðarskólastjóri vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. „No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn,“ sagði Jóna Björg. Ekki náðist heldur í fulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Jóna Björg Sætran, aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla “No comment. Ég ætla ekki að ræða þetta mál við fréttamenn”Fram kemur í minnisblaði Mannvits frá því í byrjun febrúar að engar sýnilegar rakaskemmdir hafi fundist við frumskoðun en sýni voru tekin vegna kvartana starfsfólks um slappleika. Sýnin voru send á Náttúrufræðistofnun Íslands, í þremur af fjórum kennslustofum þar sem tekin voru sýni fundust vísbendingar um ástand sem ástæða var til að bregðast við. Í sýni sem tekið var úr útvegg einnar kennslustofunni var ástandið alvarlegra. Í sýninu fundust gró myglusvepps ásamt smádýraskít. Um er að ræða svepp sem getur valdið ofnæmi, astma og útbrotum. Í minnisblaðinu er lagt til að byrjað verði á að opna útveggi í kennslustofum til að kanna ástandið strax. Ljóst er að mikið þarf að endurnýja, þar á meðal er útveggjaklæðning, ofnakerfi, rafmagnslagnir, loftaklæðning, gólfdúkar og þétting glugga.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal Skólastarf mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns annars vegar, og húsnæði KSÍ hins vegar. 15. mars 2019 19:01
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent