Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 06:15 Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir fjarðabyggð. Fréttablaðið/Vilhelm „Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verkföll skelli á og óvissa ríkir um kolmunnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færeyinga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjarsjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnarsjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A-hlutann; rekstur á skólum, félagsþjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarðabyggðar kemur fram að launatekjur í sveitarfélaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhagsskaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í samfélagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólarhringsvöktum í sjö helstu byggðarlögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnslunni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
„Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verkföll skelli á og óvissa ríkir um kolmunnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færeyinga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjarsjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnarsjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A-hlutann; rekstur á skólum, félagsþjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarðabyggðar kemur fram að launatekjur í sveitarfélaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhagsskaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í samfélagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólarhringsvöktum í sjö helstu byggðarlögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnslunni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira