Innlent

Uppsögn kostar ríkið milljónir

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Maðurinn var aðstoðarskólastjóri Fjölbrautarskólans á Vesturlandi á Akranesi.
Maðurinn var aðstoðarskólastjóri Fjölbrautarskólans á Vesturlandi á Akranesi. Vísir/Egill

Íslenska ríkið var í Landsrétti í gær dæmt til að greiða kennara fjórar og hálfa milljón króna í bætur og miskabætur vegna fjártjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar uppsagnar sem aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum 6,5 milljónir króna. Hann vildi bætur sem námu launum og launatengdum greiðslum aðstoðarskólameistara út fimm ára ráðningartíma, skaðabætur vegna uppsagnar úr kennarastarfi og miskabætur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.