Innlent

Umferðareftirlitið á Reykjanesbrautinni bar árangur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bílstjórarnir máttu sýna þolinmæði í morgun.
Bílstjórarnir máttu sýna þolinmæði í morgun. Aron Vignir
Umferðarefirlit lögreglunnar á Suðurnesjum á Reykjanesbrautinni í morgun virðist hafa borið ágætan árangur ef marka má uppfærslu lögreglunnar á Facebook-síðu hennar.

Þar kemur fram að um 350 ökumenn hafi verið stoppaðir og meðal annars látnir blása í áfengismæla. Meðal þess sem upp úr þessu eftirliti komu voru ökumaður undir áhrifum fíkniefna sem auk þess var kærður fyrir brot á vopnalögum, einum ökumanni var gert að hætta akstri sökum áfengisneyslu, einn ökumaður var með falsað ökuskírteini svo dæmi séu tekin.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti leið um Reykjanesbraut í morgun og fagnaði vinnubrögðum lögreglu en þar sagði hann lögreglu hafa stöðvað alla bíla og ökumenn látnir blása í áfengismæli. Töluverðar bílaraðir mynduðust og einhverjar umferðartafir urðu en eftirlitið stóð yfir frá 8.30 í morgun til klukkan tíu.

Lögreglan þakkar þeim sem áttu leið um Reykjanesbrautina í morgun fyrir tillitssemina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×