Innlent

Viðgerðum á hitaveitulögn í Kópavogi lokið

Andri Eysteinsson skrifar
Viðgerð er lokið og eðlileg vatnsafhending í Kópavogi næst nú brátt.
Viðgerð er lokið og eðlileg vatnsafhending í Kópavogi næst nú brátt. Facebook/Veitur
Viðgerð á hitaveitulögn sem brast í nótt, og valdið hefur lokunum á heitu vatni í Kópavogi í dag, er lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Vegna bilunarinnar hafði verið lokað fyrir heitt vatn víða í Kópavogi, gert er ráð fyrir því að um tvær klukkustundir taki að ná upp fullum þrýsting í kerfinu. Að því loknu ættu allir íbúar Kópavog að vera með eðlilega afhendingu á heitu vatni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×