Innlent

Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Davíð Karl Wiium er vongóður um að írska björgunarsveitin hefji leit að bróður hans Jóni Þresti Jónssyni sem hefur verið saknað í Dublin í rúmar þrjár vikur.
Davíð Karl Wiium er vongóður um að írska björgunarsveitin hefji leit að bróður hans Jóni Þresti Jónssyni sem hefur verið saknað í Dublin í rúmar þrjár vikur.
Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum.

Jón Þröstur Jónsson hvarf af hóteli sínu í Dublin fyrir rúmum þremur vikum. Umfangsmikil leit sjálfboðaliða af honum fór fram síðustu helgi og í framhaldinu bárust fjölmargar ábendingar frá almenningi að sögn Davíðs Karls Wiium bróður Jóns. 

„Það kom holskefla ábendinga einhverjir tugir sem lögreglan er búin að vera vinna úr. Við höfum verið að hitta þá daglega en þetta er gríðarleg tímafrekt. Á meðan þessu stóð hafa þeir fjölskyldumeðlimir sem eru úti haldið áfram að leita að Jóni,“ segir Davíð. 

 Í einhverjum tilvikum segist fólk hafa séð til Jóns Þrastar dagana eftir hvarf hans.

„Í rauninni höfum við fengið ábendingar um að fólk hafi séð hann daginn sem hann hvarf og í rauninni alla dagana eftir að hann hvarf,“ segir Davíð.

Fjölskyldan er vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni.

„Núna teljum við að það sé alveg að hefjast að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni. Ef það gengur ekki eftir ætlum við að skipuleggja aðra stóra leit næsta laugardag,“ segir Davíð Karl Wiium. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×