Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. mars 2019 08:00 Mótmælendur komu saman fyrir utan stjórnlagadómstól Alsírs þar sem skila átti inn framboðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Lögreglumenn og öryggissveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglumenn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil forsetans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið.Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír.Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirsborg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuðborginni hafi verið rúmlega hundrað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá flykktist stór hópur mótmælenda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlagadómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bouteflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf forseti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkisfjölmiðli landsins yfirlýsing frá forsetanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknisskoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur vanist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mótmæltu tugþúsundir þeirri ákvörðun. Nú eru þeir mun fleiri, mörg hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í fjölmennari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur um mannfall ekki fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri forsetahöllinni í Algeirsborg á laugardag. Alsír Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Lögreglumenn og öryggissveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglumenn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil forsetans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið.Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír.Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirsborg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuðborginni hafi verið rúmlega hundrað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá flykktist stór hópur mótmælenda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlagadómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bouteflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf forseti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkisfjölmiðli landsins yfirlýsing frá forsetanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknisskoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur vanist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mótmæltu tugþúsundir þeirri ákvörðun. Nú eru þeir mun fleiri, mörg hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í fjölmennari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur um mannfall ekki fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri forsetahöllinni í Algeirsborg á laugardag.
Alsír Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira