Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:45 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu á blaðamannafundi í ráðhúsinu í morgun tillögu sem Reykjavíkurborg gæti samþykkt sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu að núna væri samið um kjör við mjög óhefðbundnar aðstæður og því hafi Sjálfstæðismenn fundið sig knúna til að leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir viðræðum. Staðan í húsnæðismálum væri alvarleg og þarna gæti Reykjavíkurborg stigið inn í og ekki síst í ljósi þess að óánægja hefði verið með innlegg ríkisstjórnarinnar til kjaramála. Tillaga Sjálfstæðisflokksins er svokallaður „kjarapakki“ sem er í fjórum liðum. Tillagan verður lögð fram á borgarstjórnarfundi á morgun.Sjálfstæðisflokkurinn gerir grein fyrir áhrifum þess að lækka útsvar um 0,52%SjálfstæðisflokkurinnÍ fyrsta lagi vilja Sjálfstæðismenn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019 lækki og verði 14,00% í staðinn fyrir 14,52% eins og staðan er núna. Lagt er til að aðgerðin verði fjármögnuð með aðhaldi og útboðum á öllum sviðum borgarinnar. Í öðru lagi er farið fram á að rekstrargjöld heimilanna lækki um 36 þúsund krónur á heimili í Reykjavíkurborg að jafnaði á ársgrundvelli. Það verði gert með lækkun arðgreiðsluáforma Orkuveitu Reykjavíkur.Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka rekstrargjöld heimilanna um 32.000 kr.SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn vill auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og vilja fulltrúarnir skipuleggja Keldnasvæðið án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. „Þannig er hægt að byggja á hagstæðum stað í Reykjavík í staðinn fyrir að leita á Selfoss eða Reykjanesbæ eins og hefur gerst,“ segir Eyþór. Þá vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lækka byggingarréttargjöld sem hafi veruleg áhrif á húsnæðiskostnað hvort sem viðkomandi greiðir af lánum eða leigir. „Því er lagt til að borgarstjórn samþykki að stilla byggingarréttargjöldum í borgarlandinu í hóf með því að tryggja framboð fjölbreyttra lóða“. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu á blaðamannafundi í ráðhúsinu í morgun tillögu sem Reykjavíkurborg gæti samþykkt sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu að núna væri samið um kjör við mjög óhefðbundnar aðstæður og því hafi Sjálfstæðismenn fundið sig knúna til að leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir viðræðum. Staðan í húsnæðismálum væri alvarleg og þarna gæti Reykjavíkurborg stigið inn í og ekki síst í ljósi þess að óánægja hefði verið með innlegg ríkisstjórnarinnar til kjaramála. Tillaga Sjálfstæðisflokksins er svokallaður „kjarapakki“ sem er í fjórum liðum. Tillagan verður lögð fram á borgarstjórnarfundi á morgun.Sjálfstæðisflokkurinn gerir grein fyrir áhrifum þess að lækka útsvar um 0,52%SjálfstæðisflokkurinnÍ fyrsta lagi vilja Sjálfstæðismenn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019 lækki og verði 14,00% í staðinn fyrir 14,52% eins og staðan er núna. Lagt er til að aðgerðin verði fjármögnuð með aðhaldi og útboðum á öllum sviðum borgarinnar. Í öðru lagi er farið fram á að rekstrargjöld heimilanna lækki um 36 þúsund krónur á heimili í Reykjavíkurborg að jafnaði á ársgrundvelli. Það verði gert með lækkun arðgreiðsluáforma Orkuveitu Reykjavíkur.Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka rekstrargjöld heimilanna um 32.000 kr.SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn vill auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og vilja fulltrúarnir skipuleggja Keldnasvæðið án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. „Þannig er hægt að byggja á hagstæðum stað í Reykjavík í staðinn fyrir að leita á Selfoss eða Reykjanesbæ eins og hefur gerst,“ segir Eyþór. Þá vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lækka byggingarréttargjöld sem hafi veruleg áhrif á húsnæðiskostnað hvort sem viðkomandi greiðir af lánum eða leigir. „Því er lagt til að borgarstjórn samþykki að stilla byggingarréttargjöldum í borgarlandinu í hóf með því að tryggja framboð fjölbreyttra lóða“.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16