Innlent

Áfram kalt en hækkandi sól yljar yfir daginn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu í dag og á morgun.
Það verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu í dag og á morgun. Vísir/vilhelm
Í dag má gera ráð fyrir hægviðri framan af degi en skýjað verður með köflum og stöku él. Síðan bætir í vind af norðaustri og snjóar sums staðar fyrir norðan og austan með kvöldinu, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Í nótt nálgast smálægð Suðausturland og hvessir þá talsvert af austri við suðurströndina. Lægðin fjarlægist seinna um daginn og dregur þá úr vindi og úrkomu, en norðanlands mun haldast bjart og úrkomulaust að kalla. Áfram fremur kalt í veðri, þó að hækkandi sóli nái að ylja okkur yfir daginn,“ segir jafnframt í hugleiðingum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma í fyrstu syðst á landinu, annars mun hægari og bjart með köflum, en stöku él úti við N- og A-ströndina. Frost yfirleitt 0 til 8 stig, kaldast fyrir norðan. 

Á föstudag:

Austan 10-15 m/s S-til, hvassast við ströndina, skýjað með köflum og dálítil él, en hvessir og bætir í úrkomu um kvöldið. Hægari vindur og víða léttskýjað fyrir norðan og áfram kalt í veðri. 

Á laugardag og sunnudag:

Austlæg átt og snjókoma eða él, en úrkomulaust að kalla á N-verðu landinu. Áfram svalt í veðri. 

Á mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir hvassa norðan- og norðaustanátt með snjókomu eða éljum um landið N- og A-vert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×