Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 18:25 Bjarkey og Rósa Björk vilja að nöfn vændiskaupenda verði birt í dómum. Vísir/Vilhelm/Stefán Tveir af þingmönnum Vinstri grænna vilja að vændiskaupendur verði nafngreindir hér á landi ríkir nafnleynd í dómum sem varða einstaklinga sem hafa gerst sekir um kaup á vændi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrr í dag að henni hefði ekki staðið á sama þegar hún horfði á fréttaskýringu Kveiks um vændi hér á landi. Þar var talað um að framboð á vændi hér á landi sé yfirdrifið og það sé jafn auðvelt að kaupa vændi eins og að panta mat. „Varla viljum við hafa samfélagið með þessum hætti, að það sé bara eins og að kaupa pítsu að panta vændi,“ sagði Bjarkey. Hún segir sænsku leiðina hafa verið tekna upp hér á landi árið 2009 þannig að sala á vændi er lögleg en kaupin ólögleg. Þar að auki er vændi skilgreint sem ofbeldi í lögunum. „Refsingar við vændi eru þó allt of vægar hér á landi að mínu mati og enn ríkir nafnleynd í slíkum dómum ólíkt því sem tíðkast hjá frændum okkar í Svíþjóð þar sem vændiskaupendur eru nafngreindir. Maður skyldi ætla að nafngreining myndi hafa áhrif á þá sem velta fyrir sér þessum fyrirlitlegu viðskiptum og það finnst mér að við eigum að taka upp,“ sagði Bjarkey. Að mati hennar er aðgerða þörf til að minnka eftirspurn eftir vændi á Íslandi.Bjarkey Olsen lét þessa skoðun sína í ljós á þingi í dag.Vísir/vilhelm„Þó að til séu þeir einstaklingar sem skilgreina sig sem hamingjusömu hóruna eru fleiri sem glíma við alvarlegar afleiðingar þess að hafa starfað við vændi. Þá getur reynst gríðarlega erfitt fyrir fólk að losna úr vændi og málaflokkurinn er flókinn viðureignar fyrir lögreglu eins og endurspeglast m.a. í þeim stóra hópi þolenda vændis sem hafa leitað sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð,“ sagði Bjarkey. Hún sagði að mögulega ætti ekkert af þessu að koma þingmönnum á óvart. „Ef litið er til þess að einn staðurinn sem var til umfjöllunar í gærkvöldi er steinsnar frá Alþingi og Héraðsdómi Reykjavíkur, rétt hinum megin við Austurvöll. Göngum við mörg hver daglega þar fram hjá á leið okkar til og frá vinnu, sjáum hvað þar fer fram. Vændi er kynferðisofbeldi og það á að afgreiða það í dómskerfinu sem slíkt. Og til að það sé sagt þá skulum við aldrei tala öðruvísi en þannig að ábyrgðin liggur hjá þeim sem kaupa vændi. Ábyrgðin liggur þar og þar á hún að vera,“ sagði Bjarkey. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur undir þetta sjónarmið en hún sagði á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að birta ætti nöfn vændiskaupenda og hækka sektir. „Hert viðurlög við því að kaupa aðgang að líkama annarrar manneskju. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég er meira en til í það.“ Alþingi Dómsmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Tveir af þingmönnum Vinstri grænna vilja að vændiskaupendur verði nafngreindir hér á landi ríkir nafnleynd í dómum sem varða einstaklinga sem hafa gerst sekir um kaup á vændi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrr í dag að henni hefði ekki staðið á sama þegar hún horfði á fréttaskýringu Kveiks um vændi hér á landi. Þar var talað um að framboð á vændi hér á landi sé yfirdrifið og það sé jafn auðvelt að kaupa vændi eins og að panta mat. „Varla viljum við hafa samfélagið með þessum hætti, að það sé bara eins og að kaupa pítsu að panta vændi,“ sagði Bjarkey. Hún segir sænsku leiðina hafa verið tekna upp hér á landi árið 2009 þannig að sala á vændi er lögleg en kaupin ólögleg. Þar að auki er vændi skilgreint sem ofbeldi í lögunum. „Refsingar við vændi eru þó allt of vægar hér á landi að mínu mati og enn ríkir nafnleynd í slíkum dómum ólíkt því sem tíðkast hjá frændum okkar í Svíþjóð þar sem vændiskaupendur eru nafngreindir. Maður skyldi ætla að nafngreining myndi hafa áhrif á þá sem velta fyrir sér þessum fyrirlitlegu viðskiptum og það finnst mér að við eigum að taka upp,“ sagði Bjarkey. Að mati hennar er aðgerða þörf til að minnka eftirspurn eftir vændi á Íslandi.Bjarkey Olsen lét þessa skoðun sína í ljós á þingi í dag.Vísir/vilhelm„Þó að til séu þeir einstaklingar sem skilgreina sig sem hamingjusömu hóruna eru fleiri sem glíma við alvarlegar afleiðingar þess að hafa starfað við vændi. Þá getur reynst gríðarlega erfitt fyrir fólk að losna úr vændi og málaflokkurinn er flókinn viðureignar fyrir lögreglu eins og endurspeglast m.a. í þeim stóra hópi þolenda vændis sem hafa leitað sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð,“ sagði Bjarkey. Hún sagði að mögulega ætti ekkert af þessu að koma þingmönnum á óvart. „Ef litið er til þess að einn staðurinn sem var til umfjöllunar í gærkvöldi er steinsnar frá Alþingi og Héraðsdómi Reykjavíkur, rétt hinum megin við Austurvöll. Göngum við mörg hver daglega þar fram hjá á leið okkar til og frá vinnu, sjáum hvað þar fer fram. Vændi er kynferðisofbeldi og það á að afgreiða það í dómskerfinu sem slíkt. Og til að það sé sagt þá skulum við aldrei tala öðruvísi en þannig að ábyrgðin liggur hjá þeim sem kaupa vændi. Ábyrgðin liggur þar og þar á hún að vera,“ sagði Bjarkey. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur undir þetta sjónarmið en hún sagði á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að birta ætti nöfn vændiskaupenda og hækka sektir. „Hert viðurlög við því að kaupa aðgang að líkama annarrar manneskju. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég er meira en til í það.“
Alþingi Dómsmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira