Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 19:13 Frá Reyðarfirði. Vísir „Það að vera með mislinga lýsir sér eins og maður sé með heiftarlega flensu,“ sagði rafvirkinn Svanur Freyr Jóhannsson í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Svanur var í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en á meðal farþega í þeirri vél var maður sem var smitaður af mislingum. Svanur ræddi við þáttastjórnendur síðdegisútvarps Rásar 2 í gegnum síma en hann liggur fyrir á heimili sínu á Reyðarfirði sem hann má ekki yfirgefa næstu þrjár vikurnar. Hann lýsti einkennunum í þættinum en þar sagði hann ekkert hafa fundið í fyrstu. Á fimmtudegi byrjar hann að finna fyrir flensueinkennum, á föstudeginum varð hann slappari en á föstudagskvöldinu var hann lagstur í rúmið. Laugardagurinn var skelfilegur og sunnudagurinn einnig þar sem hann fékk hita- og kuldaköst til skiptis. Á mánudeginum varð hann var við útbrot og mundi þá eftir bréf sem hann hafði fengið frá Sóttvarnalækni eftir að hafa verið í flugi með mislingasmituðum manni. Svanur sagðist hafa átt von á því að vera bólusettur en þegar hann kannaði málið kom í ljós að hann hafði verið bólusettur við átján mánaða aldur en ekki seinni sprautuna sem er veitt við tólf ára aldur. „Ég hef náttúrlega ekkert spáð í það, þannig að þetta fór eins og það fór,“ sagði Svanur. Hann hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér, fjölskyldan er öll bólusett en enginn má koma í heimsókn. En hann bætti þó við að hann hefði verið víðförull um sveitarfélagið sem starfandi rafvirki og komið inn á allskonar heimili og látið lækni vita af því. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
„Það að vera með mislinga lýsir sér eins og maður sé með heiftarlega flensu,“ sagði rafvirkinn Svanur Freyr Jóhannsson í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Svanur var í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en á meðal farþega í þeirri vél var maður sem var smitaður af mislingum. Svanur ræddi við þáttastjórnendur síðdegisútvarps Rásar 2 í gegnum síma en hann liggur fyrir á heimili sínu á Reyðarfirði sem hann má ekki yfirgefa næstu þrjár vikurnar. Hann lýsti einkennunum í þættinum en þar sagði hann ekkert hafa fundið í fyrstu. Á fimmtudegi byrjar hann að finna fyrir flensueinkennum, á föstudeginum varð hann slappari en á föstudagskvöldinu var hann lagstur í rúmið. Laugardagurinn var skelfilegur og sunnudagurinn einnig þar sem hann fékk hita- og kuldaköst til skiptis. Á mánudeginum varð hann var við útbrot og mundi þá eftir bréf sem hann hafði fengið frá Sóttvarnalækni eftir að hafa verið í flugi með mislingasmituðum manni. Svanur sagðist hafa átt von á því að vera bólusettur en þegar hann kannaði málið kom í ljós að hann hafði verið bólusettur við átján mánaða aldur en ekki seinni sprautuna sem er veitt við tólf ára aldur. „Ég hef náttúrlega ekkert spáð í það, þannig að þetta fór eins og það fór,“ sagði Svanur. Hann hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér, fjölskyldan er öll bólusett en enginn má koma í heimsókn. En hann bætti þó við að hann hefði verið víðförull um sveitarfélagið sem starfandi rafvirki og komið inn á allskonar heimili og látið lækni vita af því.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06