Innlent

Banaslys í hesthúsahverfi í Hafnarfirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Slysið varð síðdegis í gær.
Slysið varð síðdegis í gær. Vísir/Vilhelm

Banaslys varð í Hafnarfirði síðdegis í gær þegar knapi slasaðist við útreiðar í hestahúshverfi Hestamannafélagsins Sörla. Mun hesturinn, sem maðurinn var á, hafa fælst og rokið af stað sem varð til þess að maðurinn kastaðist af baki og hafnaði á staur nærri hesthúsahverfinu að Hlíðarþúfum.

Slasaðist maðurinn, sem var á sextugsaldri, alvarlega við það og lést af áverkum sínum.

Andri Már Ingólfsson, formaður Sörla, segir meðlimi í félaginu slegna yfir þessum fregnum eins og gefur að skilja.

Um komandi helgi fara fram vetrarleikar þar sem félagsmenn í Sörla keppa sín á milli en Andri Már segir að leikarnir muni fara fram og þar geti fólk hist og rætt málin. Hins vegar er búið að aflýsa skemmtikvöldi sem átti að vera á laugardagskvöldinu vegna þessa harmleiks. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.