Innlent

Vélsleðamaðurinn talinn hafa hlotið höfuðáverka og fótbrot

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarsveitarmenn frá Dalvík komust fjlótt að manninum. Hjúkrunarfræðingur í sveitinni fylgdi manninum með þyrlunni til Akureyrar.
Björgunarsveitarmenn frá Dalvík komust fjlótt að manninum. Hjúkrunarfræðingur í sveitinni fylgdi manninum með þyrlunni til Akureyrar. Vísir/Vilhelm
Þyrla ferðaþjónustufyrirtækis fluttu vélsleðamann sem slasaðist ofan við Dalvík á sjúkrahúsið á Akureyri nú upp úr hádegi. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Norðurlandi eystra var talið að maðurinn væri með höfuðáverka og hefði fótbrotnað en frekari upplýsingar um ástand hans liggja ekki fyrir.

Lögreglan óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar á hæsta forgangi á tólfta tímanum þar sem erfitt var að komast að slysstað í Einstakafjalli inn af Böggviðsstaðadal ofan við Dalvík.

Björgunarsveitarmenn frá Dalvík komust þó fljótt að manninum og gátu hlúð að honum og metið ástand hans. Ákveðið var þá að óska eftir aðstoð einkaþyrlu ferðaþjónustufyrirtækis og þyrla Landhelgisgæslunnar afturkölluð.

Sú þyrla sótti manninn og fylgdi hjúkrunarfræðingur í hópi björgunarsveitarmanna honum á sjúkrahúsið á Akureyri, að sögn lögreglu.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en hópur fólks sem kom að vélsleðamanninum er sagður hafa tilkynnt um það. Að sögn lögreglu voru veðuraðstæður góðar: sól, blíða og logn en nokkuð kalt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×