Kontratenór tekur Klemens í kennslustund Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2019 16:30 Sverrir er sprenglærður kontratenór og hann hefur verið að hjálpa Klemens við að finna hinn eina rétta tón í sinn falsettusöng. Sverrir Guðjónsson kontratenór hefur verið með annan söngvara Hatara, Klemens Nikulás Hannigan, í söngtímum til að hjálpa honum að finna hinn eina sanna falsettutón fyrir komandi átök. Meðlimir Hatara, sem verður fulltrúari Íslands í Tel Aviv í Eurovision-söngvakeppninni sem þar verður haldin í maí. Sverrir sjálfur er, eins og flestir áhugamenn um tónlist þekkja, magnaður söngvari og sprenglærður sem slíkur. Hann var í þrjú ár við nám í Alexandertækni í London. Í samtali við Vísi slær hann á létta strengi með það að helsti kennari hans í þeim fræðum, gúrú og meistari, hafi komið frá Ísrael. Þannig að það liggi eiginlega beint við að RÚV kaupi miða fyrir sig út, til að fylgja Hatara og vera þeim innan handar og til stuðnings. „Já, ég ætti kannski að krefjast þess að fara með út sem raddþjálfari?“ spyr Sverrir.Klárir og skemmtilegir strákar Meðlimir Hatara er í einskonar fjölmiðlabanni og að sögn Sverris hafa þeir nú svigrúm til að þróa sitt atriði. Hann segir þetta klára, skemmtilega og flotta stráka og telur jákvætt að þeir hafi unnið. Þarna sé komin nýr og spennandi flötur á þessa keppni. Kveður við nýjan tón.Hatari unnu Söngvakeppnina með miklum yfirburðum, ræddu stuttlega við ísraelska sjónvarpið og fóru svo í fjölmiðlabindindi.visir/vilhelm„En, þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Hann kom til mín, fyrst fyrir tveimur árum síðan, þá unnum við svolítið saman. Svo hafði hann samband við mig út af keppninni, hvort hann gæti ekki þróað þetta sönglega. Klemens er mjög næmur strákur þannig að þetta gekk mjög skemmtilega til,“ segir Sverrir. Sverrir segir að þegar álag og stress eru til staðar, og þátttaka í Eurovision býður vissulega uppá slíkt, þá sé það fyrsta sem gefi sig sé öndunin. Hún verður grunn og þá fari lítið fyrir tóninum. Þar kemur Alexandertæknin til skjalanna.Sverrir hafði gaman að því að hjálpa Klemens, segir hann einstaklega næman og honum hafi gengið vel að stækka tóninn.„Daginn fyrir keppnina varpaði ég því að honum að eini gjörningurinn sem hann þyrfti að hugsa um væri að anda sig í gegnum þetta. Og byrja núna. Hann greip þetta og notaði í gegnum það. Þetta er svakaleg pressa og álag og stöðugt verið að reka hljóðnemann framan í hann.“Tónninn verður að vera í öllum líkamanum Sverrir segir það rétt, Klemens syngur í falsettu og það er það sem þeir voru að vinna með. Þetta getur verið vandasamt en einhverjir sem telja sig bera skynbragð á töldu talsvert meiri kraft í söngnum uppteknum en á sviði.„Við þurfum að opna tóninn þannig að hann gæti verið sterkari á sviði. Og að hann sé ekkert smeykur við að láta í sér heyra og geti sungið út á sviði. Það virkaði mjög vel fyrir hann. Það þarf að fara varlega í svona hluti, ekki er gott að ætlast til þess að viðkomandi breyti of miklu. Það þarf að halda í það sem hann er öruggur með og finna að hann geti stækkað þetta. Að þetta sé líkamlegt og tónninn í öllum skrokknum,“ segir Sverrir kontratenór. Ekkert vantaði uppá að þetta virkaði þegar stóra stundin rann upp, úrslitin í Söngvakeppninni í Laugardalshöll um síðustu helgi. En, nú er það enn stærra svið sem bíður, sjálft aðalsviðið í Eurovision. Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 „Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Sverrir Guðjónsson kontratenór hefur verið með annan söngvara Hatara, Klemens Nikulás Hannigan, í söngtímum til að hjálpa honum að finna hinn eina sanna falsettutón fyrir komandi átök. Meðlimir Hatara, sem verður fulltrúari Íslands í Tel Aviv í Eurovision-söngvakeppninni sem þar verður haldin í maí. Sverrir sjálfur er, eins og flestir áhugamenn um tónlist þekkja, magnaður söngvari og sprenglærður sem slíkur. Hann var í þrjú ár við nám í Alexandertækni í London. Í samtali við Vísi slær hann á létta strengi með það að helsti kennari hans í þeim fræðum, gúrú og meistari, hafi komið frá Ísrael. Þannig að það liggi eiginlega beint við að RÚV kaupi miða fyrir sig út, til að fylgja Hatara og vera þeim innan handar og til stuðnings. „Já, ég ætti kannski að krefjast þess að fara með út sem raddþjálfari?“ spyr Sverrir.Klárir og skemmtilegir strákar Meðlimir Hatara er í einskonar fjölmiðlabanni og að sögn Sverris hafa þeir nú svigrúm til að þróa sitt atriði. Hann segir þetta klára, skemmtilega og flotta stráka og telur jákvætt að þeir hafi unnið. Þarna sé komin nýr og spennandi flötur á þessa keppni. Kveður við nýjan tón.Hatari unnu Söngvakeppnina með miklum yfirburðum, ræddu stuttlega við ísraelska sjónvarpið og fóru svo í fjölmiðlabindindi.visir/vilhelm„En, þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Hann kom til mín, fyrst fyrir tveimur árum síðan, þá unnum við svolítið saman. Svo hafði hann samband við mig út af keppninni, hvort hann gæti ekki þróað þetta sönglega. Klemens er mjög næmur strákur þannig að þetta gekk mjög skemmtilega til,“ segir Sverrir. Sverrir segir að þegar álag og stress eru til staðar, og þátttaka í Eurovision býður vissulega uppá slíkt, þá sé það fyrsta sem gefi sig sé öndunin. Hún verður grunn og þá fari lítið fyrir tóninum. Þar kemur Alexandertæknin til skjalanna.Sverrir hafði gaman að því að hjálpa Klemens, segir hann einstaklega næman og honum hafi gengið vel að stækka tóninn.„Daginn fyrir keppnina varpaði ég því að honum að eini gjörningurinn sem hann þyrfti að hugsa um væri að anda sig í gegnum þetta. Og byrja núna. Hann greip þetta og notaði í gegnum það. Þetta er svakaleg pressa og álag og stöðugt verið að reka hljóðnemann framan í hann.“Tónninn verður að vera í öllum líkamanum Sverrir segir það rétt, Klemens syngur í falsettu og það er það sem þeir voru að vinna með. Þetta getur verið vandasamt en einhverjir sem telja sig bera skynbragð á töldu talsvert meiri kraft í söngnum uppteknum en á sviði.„Við þurfum að opna tóninn þannig að hann gæti verið sterkari á sviði. Og að hann sé ekkert smeykur við að láta í sér heyra og geti sungið út á sviði. Það virkaði mjög vel fyrir hann. Það þarf að fara varlega í svona hluti, ekki er gott að ætlast til þess að viðkomandi breyti of miklu. Það þarf að halda í það sem hann er öruggur með og finna að hann geti stækkað þetta. Að þetta sé líkamlegt og tónninn í öllum skrokknum,“ segir Sverrir kontratenór. Ekkert vantaði uppá að þetta virkaði þegar stóra stundin rann upp, úrslitin í Söngvakeppninni í Laugardalshöll um síðustu helgi. En, nú er það enn stærra svið sem bíður, sjálft aðalsviðið í Eurovision.
Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 „Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45
Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22