Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 11:25 Davíð Karl Wiium (til hægri) er nú staddur í Dyflinni þar sem hann leitar bróður síns, Jóns Þrastar Jónssonar (til vinstri). Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dyflinni fyrir tæpum tveimur vikum, segir fjölda ábendinga hafa borist aðstandendum og lögreglu í tengslum við hvarf bróður síns. Þessar ábendingar eru á meðal þess sem farið verður yfir á fundi fjölskyldunnar og lögreglu í kvöld. Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt kærustu sinni um þarsíðustu helgi til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni eftir eins og hálfs dags dvöl og hefur ekki sést síðan. Lögregla í Dyflinni fer með rannsókn málsins en fjölskylda Jóns Þrastar fór út til Írlands að leita hans þegar hann hafði verið týndur í tvo daga.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, er staddur í Dyflinni. Hann segir í samtali við Vísi að leitað hafi verið að Jóni Þresti á skipulögðum leitarsvæðum í borginni undanfarna daga. „Það gekk mjög vel, við erum svo til eiginlega búin með þau, án þess að verða mikils vísari en við náðum að hengja upp um 4000 veggspjöld og höfum fengið mikið af ábendingum í kjölfarið sem er bara verið að vinna úr.“Tuttugu heimamenn taka þátt Deginum í dag verður svo varið í undirbúning stórrar sjálfboðaliðaleitar sem boðað var til fyrir skömmu og fer fram á morgun á milli 9:30 og 15. Davíð segir að verið sé að undirbúa leitarsvæðið og setja saman teymi og leiðbeiningar. Aðspurður segir hann erfitt að meta hversu margir taki þátt í leitinni en allt að hundrað manns gætu þó látið sjá sig.Fjölskylda Jóns segir að hann sé mikill fjölskyldumaður.„Við héldum fund í gær með þeim sem eru að hjálpa okkur að skipuleggja þetta og þar voru um tuttugu Írar sem verða á morgun. Og þeir eru að tala um að þetta verði allavega á milli þrjátíu til sextíu manns, jafnvel mun meira, og svo náttúrulega verðum við Íslendingarnir. Þannig að já, okkur hefur tekist að smala saman þvílíku gengi.“Verið að vinna úr fullt af ábendingum Klukkan 15 síðdegis í dag hefur fjölskylda Jóns Þrastar verið boðuð á fund með ræðismanni Íslands á Írlandi. Í kvöld mæta aðstandendur svo á fund með lögreglu í Dyflinni. Aðspurður segir Davíð að fjöldi ábendinga hafi borist frá fólki í tengslum við hvarf Jóns Þrastar, misáreiðanlegar þó. „Þetta hefur allt verið tekið saman og sent inn til lögreglu sem er með þetta til skoðunar. Þetta náttúrulega tekur tíma, að vinna úr ábendingum, það þarf að fara yfir upptökuvélar og sannreyna ábendingarnar og svoleiðis. Þannig að það er fullt af nýjum ábendingum frá því að við fórum að leita en það eru engar frekari upplýsingar um það hvar hann gæti mögulega verið að svo stöddu. En það er verið að vinna úr fullt af ábendingum sem er alltaf góðs viti.“Og það er eitthvað sem þið ætlið að ræða við lögreglu í kvöld?„Væntanlega meðal annars, já.“ Hrint hefur verið af stað GoFundMe-söfnun vegna leitarinnar að Jóni Þresti. Fénu verður varið í framfærslukostnað fyrir sjálfboðaliða og aðstandendur Jóns Þrastar sem ferðast hafa til Dyflinnar. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Eiga fund með lögreglu í dag Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi. 18. febrúar 2019 07:00 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dyflinni fyrir tæpum tveimur vikum, segir fjölda ábendinga hafa borist aðstandendum og lögreglu í tengslum við hvarf bróður síns. Þessar ábendingar eru á meðal þess sem farið verður yfir á fundi fjölskyldunnar og lögreglu í kvöld. Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt kærustu sinni um þarsíðustu helgi til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni eftir eins og hálfs dags dvöl og hefur ekki sést síðan. Lögregla í Dyflinni fer með rannsókn málsins en fjölskylda Jóns Þrastar fór út til Írlands að leita hans þegar hann hafði verið týndur í tvo daga.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, er staddur í Dyflinni. Hann segir í samtali við Vísi að leitað hafi verið að Jóni Þresti á skipulögðum leitarsvæðum í borginni undanfarna daga. „Það gekk mjög vel, við erum svo til eiginlega búin með þau, án þess að verða mikils vísari en við náðum að hengja upp um 4000 veggspjöld og höfum fengið mikið af ábendingum í kjölfarið sem er bara verið að vinna úr.“Tuttugu heimamenn taka þátt Deginum í dag verður svo varið í undirbúning stórrar sjálfboðaliðaleitar sem boðað var til fyrir skömmu og fer fram á morgun á milli 9:30 og 15. Davíð segir að verið sé að undirbúa leitarsvæðið og setja saman teymi og leiðbeiningar. Aðspurður segir hann erfitt að meta hversu margir taki þátt í leitinni en allt að hundrað manns gætu þó látið sjá sig.Fjölskylda Jóns segir að hann sé mikill fjölskyldumaður.„Við héldum fund í gær með þeim sem eru að hjálpa okkur að skipuleggja þetta og þar voru um tuttugu Írar sem verða á morgun. Og þeir eru að tala um að þetta verði allavega á milli þrjátíu til sextíu manns, jafnvel mun meira, og svo náttúrulega verðum við Íslendingarnir. Þannig að já, okkur hefur tekist að smala saman þvílíku gengi.“Verið að vinna úr fullt af ábendingum Klukkan 15 síðdegis í dag hefur fjölskylda Jóns Þrastar verið boðuð á fund með ræðismanni Íslands á Írlandi. Í kvöld mæta aðstandendur svo á fund með lögreglu í Dyflinni. Aðspurður segir Davíð að fjöldi ábendinga hafi borist frá fólki í tengslum við hvarf Jóns Þrastar, misáreiðanlegar þó. „Þetta hefur allt verið tekið saman og sent inn til lögreglu sem er með þetta til skoðunar. Þetta náttúrulega tekur tíma, að vinna úr ábendingum, það þarf að fara yfir upptökuvélar og sannreyna ábendingarnar og svoleiðis. Þannig að það er fullt af nýjum ábendingum frá því að við fórum að leita en það eru engar frekari upplýsingar um það hvar hann gæti mögulega verið að svo stöddu. En það er verið að vinna úr fullt af ábendingum sem er alltaf góðs viti.“Og það er eitthvað sem þið ætlið að ræða við lögreglu í kvöld?„Væntanlega meðal annars, já.“ Hrint hefur verið af stað GoFundMe-söfnun vegna leitarinnar að Jóni Þresti. Fénu verður varið í framfærslukostnað fyrir sjálfboðaliða og aðstandendur Jóns Þrastar sem ferðast hafa til Dyflinnar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Eiga fund með lögreglu í dag Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi. 18. febrúar 2019 07:00 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Eiga fund með lögreglu í dag Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi. 18. febrúar 2019 07:00
Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00
Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30