Innlent

Halda pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eigendur pókerklúbbsins 4 Kings Casino & Card Club blása til pókermóts til að safna pening fyrir aðstandendur Jóns Þrastar Jónssonar sem enn er saknað þegar rúmar tvær vikur eru liðnar síðan síðast sást til hans.
Eigendur pókerklúbbsins 4 Kings Casino & Card Club blása til pókermóts til að safna pening fyrir aðstandendur Jóns Þrastar Jónssonar sem enn er saknað þegar rúmar tvær vikur eru liðnar síðan síðast sást til hans. 4kings
Eigendur pókerklúbbsins 4 Kings Casino & Card Club blása til pókermóts til að safna pening fyrir aðstandendur Jóns Þrastar Jónssonar sem enn er saknað þegar rúmar tvær vikur eru liðnar síðan síðast sást til hans.

Í texta sem fylgir boði á viðburðinn segja eigendur að þeim finnist hvarfið vera hræðilega sorglegt og skelfilegt og það sé þeirra skylda að leggja hönd á plóg.

Markmiðið með pókermótinu er að safna pening fyrir fjölskyldu og vini Jóns til að þau geti staðið straum af fjárútlátum í „kostnaðarsamri höfuðborg,“ segir í lýsingunni um Dyflinni.

Helmingur skráningargjaldsins mun renna óskert til fjölskyldunnar og þá verður hægt að kaupa auka spilapeninga á tíu evrur sem einnig renna til fjölskyldunnar.

Mótið hefst í kvöld klukkan sjö.


Tengdar fréttir

„Það eru allir mjög bugaðir og andlega þreyttir“

Daníel Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem er saknað í Dyflinni, segir að leitin hafi tekið sinn toll af fjölskyldunni og þeim tæplega áttatíu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagðri og umfangsmikilli leit sem fór fram í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×