Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. febrúar 2019 14:18 Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land. veðurstofa íslands Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðausturland, Austurland, Austfirði og Suðausturland auk miðhálendisins að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings. „Þar erum við að spá vindi upp í allt að 30 metra á sekúndu og vindhviður um og yfir 50 metrar á sekúndu staðbundið þannig að þetta er vonskuveður sem er að ganga yfir. Það byrjar þá í fyrramálið og stendur megnið af deginum á morgun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir mögulega hættu á foktjóni þegar vindur nær þeim styrk sem spáð er. „Já, vissulega. Við erum með þéttbýlisstaði þarna á Norður- og Austurlandi, Akureyri og Egilsstaði, það má reikna með foktjóni, við getum ekkert dregið fjöður yfir það.“ Auk þess má gera ráð fyrir hvassvirði á Norðvesturlandi og Suðurlandi og verða gular veðurviðvaranir í gildi þar á morgun. „Það gengur eiginlega mjög hægt yfir á morgun. Það er ekki fyrr en undir kvöld sem það fer að draga úr því á austanverðu landinu.“ Þorsteinn segir að veðrið á morgun þar sem það verður verst vera byljótt. Hvassviðrið gæti náð til höfuðborgarsvæðisins. „Suðvestanáttin er mjög slæm víða þarna, til dæmis við Eyjafjörðinn, á Austurlandi og Austfjörðum. Hún verður mjög byljótt þegar hún steypist af fjöllunum og niður í þéttbýlið. Það þarf ekki miklu að muna ef lægðin fer aðeins vestar þá kemur hvassviðrið og stormurinn yfir höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Þorsteinn.En fylgir þessu einhver ofankoma? „Það er nú aðallega rigning og talsverð rigning á sunnaverðu landinu, Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Svo kólnar annað kvöld en þetta er mest bara rigning á láglendi.“Gerið þið ráð fyrir því að þetta komi til með að hafa áhrif á samgöngur? „Já, við gerum ráð fyrir því. Flugsamgöngur allavega innanlands eru svona frekar í uppnámi myndi ég segja fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn. Veður Tengdar fréttir Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðausturland, Austurland, Austfirði og Suðausturland auk miðhálendisins að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings. „Þar erum við að spá vindi upp í allt að 30 metra á sekúndu og vindhviður um og yfir 50 metrar á sekúndu staðbundið þannig að þetta er vonskuveður sem er að ganga yfir. Það byrjar þá í fyrramálið og stendur megnið af deginum á morgun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir mögulega hættu á foktjóni þegar vindur nær þeim styrk sem spáð er. „Já, vissulega. Við erum með þéttbýlisstaði þarna á Norður- og Austurlandi, Akureyri og Egilsstaði, það má reikna með foktjóni, við getum ekkert dregið fjöður yfir það.“ Auk þess má gera ráð fyrir hvassvirði á Norðvesturlandi og Suðurlandi og verða gular veðurviðvaranir í gildi þar á morgun. „Það gengur eiginlega mjög hægt yfir á morgun. Það er ekki fyrr en undir kvöld sem það fer að draga úr því á austanverðu landinu.“ Þorsteinn segir að veðrið á morgun þar sem það verður verst vera byljótt. Hvassviðrið gæti náð til höfuðborgarsvæðisins. „Suðvestanáttin er mjög slæm víða þarna, til dæmis við Eyjafjörðinn, á Austurlandi og Austfjörðum. Hún verður mjög byljótt þegar hún steypist af fjöllunum og niður í þéttbýlið. Það þarf ekki miklu að muna ef lægðin fer aðeins vestar þá kemur hvassviðrið og stormurinn yfir höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Þorsteinn.En fylgir þessu einhver ofankoma? „Það er nú aðallega rigning og talsverð rigning á sunnaverðu landinu, Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Svo kólnar annað kvöld en þetta er mest bara rigning á láglendi.“Gerið þið ráð fyrir því að þetta komi til með að hafa áhrif á samgöngur? „Já, við gerum ráð fyrir því. Flugsamgöngur allavega innanlands eru svona frekar í uppnámi myndi ég segja fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn.
Veður Tengdar fréttir Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30