Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. febrúar 2019 14:18 Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land. veðurstofa íslands Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðausturland, Austurland, Austfirði og Suðausturland auk miðhálendisins að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings. „Þar erum við að spá vindi upp í allt að 30 metra á sekúndu og vindhviður um og yfir 50 metrar á sekúndu staðbundið þannig að þetta er vonskuveður sem er að ganga yfir. Það byrjar þá í fyrramálið og stendur megnið af deginum á morgun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir mögulega hættu á foktjóni þegar vindur nær þeim styrk sem spáð er. „Já, vissulega. Við erum með þéttbýlisstaði þarna á Norður- og Austurlandi, Akureyri og Egilsstaði, það má reikna með foktjóni, við getum ekkert dregið fjöður yfir það.“ Auk þess má gera ráð fyrir hvassvirði á Norðvesturlandi og Suðurlandi og verða gular veðurviðvaranir í gildi þar á morgun. „Það gengur eiginlega mjög hægt yfir á morgun. Það er ekki fyrr en undir kvöld sem það fer að draga úr því á austanverðu landinu.“ Þorsteinn segir að veðrið á morgun þar sem það verður verst vera byljótt. Hvassviðrið gæti náð til höfuðborgarsvæðisins. „Suðvestanáttin er mjög slæm víða þarna, til dæmis við Eyjafjörðinn, á Austurlandi og Austfjörðum. Hún verður mjög byljótt þegar hún steypist af fjöllunum og niður í þéttbýlið. Það þarf ekki miklu að muna ef lægðin fer aðeins vestar þá kemur hvassviðrið og stormurinn yfir höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Þorsteinn.En fylgir þessu einhver ofankoma? „Það er nú aðallega rigning og talsverð rigning á sunnaverðu landinu, Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Svo kólnar annað kvöld en þetta er mest bara rigning á láglendi.“Gerið þið ráð fyrir því að þetta komi til með að hafa áhrif á samgöngur? „Já, við gerum ráð fyrir því. Flugsamgöngur allavega innanlands eru svona frekar í uppnámi myndi ég segja fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn. Veður Tengdar fréttir Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðausturland, Austurland, Austfirði og Suðausturland auk miðhálendisins að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings. „Þar erum við að spá vindi upp í allt að 30 metra á sekúndu og vindhviður um og yfir 50 metrar á sekúndu staðbundið þannig að þetta er vonskuveður sem er að ganga yfir. Það byrjar þá í fyrramálið og stendur megnið af deginum á morgun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir mögulega hættu á foktjóni þegar vindur nær þeim styrk sem spáð er. „Já, vissulega. Við erum með þéttbýlisstaði þarna á Norður- og Austurlandi, Akureyri og Egilsstaði, það má reikna með foktjóni, við getum ekkert dregið fjöður yfir það.“ Auk þess má gera ráð fyrir hvassvirði á Norðvesturlandi og Suðurlandi og verða gular veðurviðvaranir í gildi þar á morgun. „Það gengur eiginlega mjög hægt yfir á morgun. Það er ekki fyrr en undir kvöld sem það fer að draga úr því á austanverðu landinu.“ Þorsteinn segir að veðrið á morgun þar sem það verður verst vera byljótt. Hvassviðrið gæti náð til höfuðborgarsvæðisins. „Suðvestanáttin er mjög slæm víða þarna, til dæmis við Eyjafjörðinn, á Austurlandi og Austfjörðum. Hún verður mjög byljótt þegar hún steypist af fjöllunum og niður í þéttbýlið. Það þarf ekki miklu að muna ef lægðin fer aðeins vestar þá kemur hvassviðrið og stormurinn yfir höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Þorsteinn.En fylgir þessu einhver ofankoma? „Það er nú aðallega rigning og talsverð rigning á sunnaverðu landinu, Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Svo kólnar annað kvöld en þetta er mest bara rigning á láglendi.“Gerið þið ráð fyrir því að þetta komi til með að hafa áhrif á samgöngur? „Já, við gerum ráð fyrir því. Flugsamgöngur allavega innanlands eru svona frekar í uppnámi myndi ég segja fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn.
Veður Tengdar fréttir Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent