Innlent

Klæðing rifnaði af veginum í storminum

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá veginum að Almannaskarðsgöngum í Lónssveit.
Frá veginum að Almannaskarðsgöngum í Lónssveit. Björgunarfélag Hornafjarðar
Vegurinn í Lónssveit sem liggur að gangnamuna Almannaskarðsganga, sem eru á milli Hafnar og Djúpavogs, hefur orðið fyrir miklum skemmdum í óveðrinu í morgun. Stór hluti klæðingar vegarins hefur fokið af veginum sem er lokað sökum óveðurs. 

Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa enn sem komið er ekki farið að skemmdunum vegna veðurs mikið hvassviðri er á þessum slóðum og má þar nefna að hviður hafa náð yfir 50 metra á sekúndu við Hvalsnes þar sem rúður sprungu í fimm bílum í morgun. 

Björgunarsveitarmenn hafa haft í nógu að snúast á svæðinu það sem af er degi við að hjálpa ferðamönnum í vanda og tryggja þakplötur og girðingar sem hafa fokið. 

Loftmyndir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×