Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 16:46 Klettaskóli er í Suðurhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Klettaskóla í Suðurhlíð í Reykjavík greindist nýverið með berkla. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst frétt af málinu fyrir helgi. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett af stað ferli sem byggir á því að veita viðkomandi starfsmanni fullnægjandi meðferð og hafa samband við þá sem hann kann að hafa smitað. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Þórólfur segir að berklasmit á Íslandi séu um tíu á ári, stundum færri en stundum fleiri, og góður helmingur af þeim séu útlendingar. Hægt er að drepa bakteríuna með lyfjagjöf í marga mánuði þar sem sjúklingar fá þrjú til fjögur sýklalyf en í ýmsum hlutum heimsins hafa komið upp ónæmi og í sumum tilvikum hafa greint berklabakteríur sem eru algjörlega ónæmar fyrir sýklalyfjum. Hér á landi hafa greinst berklabakteríur sem hafa minnkað ónæmi, en í þeim tilvikum hafa þær þróað með sér ónæmi gagnvart einu lyfi en önnur lyf virka þó. Varðandi fólkið sem starfsmaðurinn kann að hafa smitað segir Þórólfur að það þurfi að taka sinn tíma. Verða þeir prófaðir en slík próf eru þó ekki áreiðanleg fyrr en tveimur til sex vikum frá smiti. Ef smit finnst í viðkomandi er hægt að drepa bakteríuna og koma í veg fyrir að hún valdi veikindum. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Starfsmaður Klettaskóla í Suðurhlíð í Reykjavík greindist nýverið með berkla. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst frétt af málinu fyrir helgi. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett af stað ferli sem byggir á því að veita viðkomandi starfsmanni fullnægjandi meðferð og hafa samband við þá sem hann kann að hafa smitað. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Þórólfur segir að berklasmit á Íslandi séu um tíu á ári, stundum færri en stundum fleiri, og góður helmingur af þeim séu útlendingar. Hægt er að drepa bakteríuna með lyfjagjöf í marga mánuði þar sem sjúklingar fá þrjú til fjögur sýklalyf en í ýmsum hlutum heimsins hafa komið upp ónæmi og í sumum tilvikum hafa greint berklabakteríur sem eru algjörlega ónæmar fyrir sýklalyfjum. Hér á landi hafa greinst berklabakteríur sem hafa minnkað ónæmi, en í þeim tilvikum hafa þær þróað með sér ónæmi gagnvart einu lyfi en önnur lyf virka þó. Varðandi fólkið sem starfsmaðurinn kann að hafa smitað segir Þórólfur að það þurfi að taka sinn tíma. Verða þeir prófaðir en slík próf eru þó ekki áreiðanleg fyrr en tveimur til sex vikum frá smiti. Ef smit finnst í viðkomandi er hægt að drepa bakteríuna og koma í veg fyrir að hún valdi veikindum.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira