Fótbolti

Fyrrum þjálfari Vals, KR og Keflavíkur látinn

Dagur Lárusson skrifar
Ian Ross.
Ian Ross. Mynd/Fésbókarsíða Liverpool

Fyrrverandi þjálfari Vals, KR og Keflavíkur í knattspyrnu og fyrrum leikmaður Liverpool, Ian Ross, lést í gærkvöldi 72 ára að aldri.

Fésbókarsíðar Liverpool tilkynnti um andlát Ross í gærkvöldi en dánarorsökin er ekki vituð að svo stöddu.

Eftir að hafa átt góðan feril sem knattspyrnumaður hóf Ian Ross feril í þjálfun þar sem hann kom víða við og þar á meðal á Íslandi en þegar hann kom hér fyrst til lands þjálfaði hann lið Vals á árunum 1985-1987. Eftir það hélt hann til KR þar sem hann var á árunum 1988-1990.

Eftir sína dvöl hjá KR hélt Ross út til þess að stýra liði Huddersfield áður en hann hélt aftur til Íslands til þess að þjálfa Keflavík árið 1994.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.