Innlent

Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður

Sighvatur Jónsson skrifar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni.

Lögreglan staðfestir ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum Shooters. Vísir/Egill

Í tilkynningu frá lögreglunni sem send var fjölmiðlum í hádeginu kemur fram að húsleit hafi verið gerð á átta stöðum. Meðal annars hafi verið gerð húsleit á skemmtistað í miðborginni vegna gruns lögreglu um umfangsmikla brotastarfsemi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Shooters skemmtistaðurinn sem um ræðir.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að húsleit lögreglu á stöðunum átta hafi verið gerð aðfaranótt laugardags og fram á morgun.

Karl Steinar vill ekki staðfesta að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum Shooters í aðgerðum lögreglu.

Shooters hefur verið innsiglaður af lögreglunni. Vísir/Egill

Starfsmenn á bar við hliðina á Shooters í Austurstræti segjast hafa tekið fyrst eftir innsigli á skemmtistaðnum í gær, laugardag.

Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.