Prjónahjón í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2019 19:45 Hjónin Sigríður og Gústaf í Hveragerði sitja ekki auðum höndum því það skemmtilegasta sem þau gera er að prjóna saman. Gústaf sem nýtur leiðsagnar konu sinnar en er þó orðin ótrúlega liðtækur með prjónana. Hjónin prjóna meðal annars 140 pör af vettlingum fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar, auk þess að prjóna fyrir Rauða krossinn. Í húsinu við Heiðarbrún 1 í Hveragerði búa hjónin Gústaf S. Jónasson frá Kjóastöðum í Biskupstungum, 77 ára og Sigríður Kristjánsdóttir, 62 ára hjúkrunarfræðingur hjá Heilsustofnun í Hveragerði. Þau eru dugleg að gera hlutina saman, hafa t.d. heimsótt um 50 lönd út um allan heim og svo eiga þau gæðastundir heima í stofu þar sem þau sitja og prjóna. Gústaf byrjaði að prjóna þegar hann hætti að vinna. „Mér líkar mjög vel að prjóna, það auðveldasta við prjónaskapinn eins og beint prjón, ég er lítið í munsturprjóni og ekkert eiginlega, konan sér um að gera munstur og setja í ermar og svona“. Gústaf segist ekki þekkja neina karla á aldur við sig sem prjóna og hann skammast sín ekkert fyrir prjónaskapinn, hann er stoltur að kunna að prjóna, enda segist hann ekki prjóna í laumi. „Nei, nei, mér er alveg sama, þú horfir á mig“, segir hann skellihlæjandi. Gústaf sem er 77 ára er liðtækur með prjónana og segir fátt skemmtilegra en að prjóna eftir að hann hætti að vinna.Magnús HlynurSigríður er ánægð með sinn mann í prjónaskapnum. „Það er svo fallegt það sem hann prjónar því hann prjónar svo jafnt. En ef það er eitthvað þá rek ég upp eftir hann ef ég sé einhverja vitleysu, ég gef honum það ekkert eftir“, segir Sigríður. Að prjóna vettlinga fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík er eitt af því skemmtilegra sem hjónin gera en þangað fara að jafnaði 140 pör á ári. Þau prjóna líka mikið fyrir Rauða krossinn. Sigríður segist vera mjög stolt af Gústaf og hans prjónaskap. „Já, já, ég er það, það er nú eiginlega ekkert annað hægt, ég er mjög stolt“, og bætir við að prjónaskapurinn dragi ekki úr rómantíkinni á heimilinu, þau séu allavega að gera sömu hlutina.Gæðastund þeirra Gústafs og Sigríðar er þegar þau sitja saman inn í stofu og prjóna um leið og þau spjalla saman, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Hveragerði Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Hjónin Sigríður og Gústaf í Hveragerði sitja ekki auðum höndum því það skemmtilegasta sem þau gera er að prjóna saman. Gústaf sem nýtur leiðsagnar konu sinnar en er þó orðin ótrúlega liðtækur með prjónana. Hjónin prjóna meðal annars 140 pör af vettlingum fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar, auk þess að prjóna fyrir Rauða krossinn. Í húsinu við Heiðarbrún 1 í Hveragerði búa hjónin Gústaf S. Jónasson frá Kjóastöðum í Biskupstungum, 77 ára og Sigríður Kristjánsdóttir, 62 ára hjúkrunarfræðingur hjá Heilsustofnun í Hveragerði. Þau eru dugleg að gera hlutina saman, hafa t.d. heimsótt um 50 lönd út um allan heim og svo eiga þau gæðastundir heima í stofu þar sem þau sitja og prjóna. Gústaf byrjaði að prjóna þegar hann hætti að vinna. „Mér líkar mjög vel að prjóna, það auðveldasta við prjónaskapinn eins og beint prjón, ég er lítið í munsturprjóni og ekkert eiginlega, konan sér um að gera munstur og setja í ermar og svona“. Gústaf segist ekki þekkja neina karla á aldur við sig sem prjóna og hann skammast sín ekkert fyrir prjónaskapinn, hann er stoltur að kunna að prjóna, enda segist hann ekki prjóna í laumi. „Nei, nei, mér er alveg sama, þú horfir á mig“, segir hann skellihlæjandi. Gústaf sem er 77 ára er liðtækur með prjónana og segir fátt skemmtilegra en að prjóna eftir að hann hætti að vinna.Magnús HlynurSigríður er ánægð með sinn mann í prjónaskapnum. „Það er svo fallegt það sem hann prjónar því hann prjónar svo jafnt. En ef það er eitthvað þá rek ég upp eftir hann ef ég sé einhverja vitleysu, ég gef honum það ekkert eftir“, segir Sigríður. Að prjóna vettlinga fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík er eitt af því skemmtilegra sem hjónin gera en þangað fara að jafnaði 140 pör á ári. Þau prjóna líka mikið fyrir Rauða krossinn. Sigríður segist vera mjög stolt af Gústaf og hans prjónaskap. „Já, já, ég er það, það er nú eiginlega ekkert annað hægt, ég er mjög stolt“, og bætir við að prjónaskapurinn dragi ekki úr rómantíkinni á heimilinu, þau séu allavega að gera sömu hlutina.Gæðastund þeirra Gústafs og Sigríðar er þegar þau sitja saman inn í stofu og prjóna um leið og þau spjalla saman, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp.
Hveragerði Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira