Prjónahjón í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2019 19:45 Hjónin Sigríður og Gústaf í Hveragerði sitja ekki auðum höndum því það skemmtilegasta sem þau gera er að prjóna saman. Gústaf sem nýtur leiðsagnar konu sinnar en er þó orðin ótrúlega liðtækur með prjónana. Hjónin prjóna meðal annars 140 pör af vettlingum fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar, auk þess að prjóna fyrir Rauða krossinn. Í húsinu við Heiðarbrún 1 í Hveragerði búa hjónin Gústaf S. Jónasson frá Kjóastöðum í Biskupstungum, 77 ára og Sigríður Kristjánsdóttir, 62 ára hjúkrunarfræðingur hjá Heilsustofnun í Hveragerði. Þau eru dugleg að gera hlutina saman, hafa t.d. heimsótt um 50 lönd út um allan heim og svo eiga þau gæðastundir heima í stofu þar sem þau sitja og prjóna. Gústaf byrjaði að prjóna þegar hann hætti að vinna. „Mér líkar mjög vel að prjóna, það auðveldasta við prjónaskapinn eins og beint prjón, ég er lítið í munsturprjóni og ekkert eiginlega, konan sér um að gera munstur og setja í ermar og svona“. Gústaf segist ekki þekkja neina karla á aldur við sig sem prjóna og hann skammast sín ekkert fyrir prjónaskapinn, hann er stoltur að kunna að prjóna, enda segist hann ekki prjóna í laumi. „Nei, nei, mér er alveg sama, þú horfir á mig“, segir hann skellihlæjandi. Gústaf sem er 77 ára er liðtækur með prjónana og segir fátt skemmtilegra en að prjóna eftir að hann hætti að vinna.Magnús HlynurSigríður er ánægð með sinn mann í prjónaskapnum. „Það er svo fallegt það sem hann prjónar því hann prjónar svo jafnt. En ef það er eitthvað þá rek ég upp eftir hann ef ég sé einhverja vitleysu, ég gef honum það ekkert eftir“, segir Sigríður. Að prjóna vettlinga fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík er eitt af því skemmtilegra sem hjónin gera en þangað fara að jafnaði 140 pör á ári. Þau prjóna líka mikið fyrir Rauða krossinn. Sigríður segist vera mjög stolt af Gústaf og hans prjónaskap. „Já, já, ég er það, það er nú eiginlega ekkert annað hægt, ég er mjög stolt“, og bætir við að prjónaskapurinn dragi ekki úr rómantíkinni á heimilinu, þau séu allavega að gera sömu hlutina.Gæðastund þeirra Gústafs og Sigríðar er þegar þau sitja saman inn í stofu og prjóna um leið og þau spjalla saman, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Hveragerði Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Hjónin Sigríður og Gústaf í Hveragerði sitja ekki auðum höndum því það skemmtilegasta sem þau gera er að prjóna saman. Gústaf sem nýtur leiðsagnar konu sinnar en er þó orðin ótrúlega liðtækur með prjónana. Hjónin prjóna meðal annars 140 pör af vettlingum fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar, auk þess að prjóna fyrir Rauða krossinn. Í húsinu við Heiðarbrún 1 í Hveragerði búa hjónin Gústaf S. Jónasson frá Kjóastöðum í Biskupstungum, 77 ára og Sigríður Kristjánsdóttir, 62 ára hjúkrunarfræðingur hjá Heilsustofnun í Hveragerði. Þau eru dugleg að gera hlutina saman, hafa t.d. heimsótt um 50 lönd út um allan heim og svo eiga þau gæðastundir heima í stofu þar sem þau sitja og prjóna. Gústaf byrjaði að prjóna þegar hann hætti að vinna. „Mér líkar mjög vel að prjóna, það auðveldasta við prjónaskapinn eins og beint prjón, ég er lítið í munsturprjóni og ekkert eiginlega, konan sér um að gera munstur og setja í ermar og svona“. Gústaf segist ekki þekkja neina karla á aldur við sig sem prjóna og hann skammast sín ekkert fyrir prjónaskapinn, hann er stoltur að kunna að prjóna, enda segist hann ekki prjóna í laumi. „Nei, nei, mér er alveg sama, þú horfir á mig“, segir hann skellihlæjandi. Gústaf sem er 77 ára er liðtækur með prjónana og segir fátt skemmtilegra en að prjóna eftir að hann hætti að vinna.Magnús HlynurSigríður er ánægð með sinn mann í prjónaskapnum. „Það er svo fallegt það sem hann prjónar því hann prjónar svo jafnt. En ef það er eitthvað þá rek ég upp eftir hann ef ég sé einhverja vitleysu, ég gef honum það ekkert eftir“, segir Sigríður. Að prjóna vettlinga fyrir einn af leikskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík er eitt af því skemmtilegra sem hjónin gera en þangað fara að jafnaði 140 pör á ári. Þau prjóna líka mikið fyrir Rauða krossinn. Sigríður segist vera mjög stolt af Gústaf og hans prjónaskap. „Já, já, ég er það, það er nú eiginlega ekkert annað hægt, ég er mjög stolt“, og bætir við að prjónaskapurinn dragi ekki úr rómantíkinni á heimilinu, þau séu allavega að gera sömu hlutina.Gæðastund þeirra Gústafs og Sigríðar er þegar þau sitja saman inn í stofu og prjóna um leið og þau spjalla saman, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp.
Hveragerði Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent