Lífið

BAFTA verðlaunin veitt í kvöld

Andri Eysteinsson skrifar
Leikkonan Allison Janney heldur hér á BAFTA-verðlaununum sem hún hlaut í fyrra.
Leikkonan Allison Janney heldur hér á BAFTA-verðlaununum sem hún hlaut í fyrra.

Verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar BAFTA verða haldin með pompi og prakt í Royal Albert Hall í London í kvöld. Breska leikkonan Joanna Lumley er kynnir hátíðarinnar, annað árið í röð.

Hátíðin er nú haldin í 72. skipti og verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Kvikmynd Yorgos Lanthimos, The Favourite, hlaut flestar tilnefningar fyrir hátíðina, 12 talsins. Stórmyndirnar A Star is Born, Bohemian Rhapsody, First Man og Roma fengu sex tilnefningar hver.

Fjöldi stjarna hefur lagt leið sína á hátíðina en leik- og söngkonan Lady Gaga sem tilnefnd er til verðlauna fyrir frammistöðu sína í A Star is Born, sá sér ekki fært að mæta en Grammy verðlaunin fara fram í Los Angeles í nótt. Mótleikari hennar, Bradley Cooper mætir hins vegar í Royal Albert Hall.

Sjá má útsendingu frá rauða dreglinum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.