Innlent

Byrjaði 25 ára að undirbúa jarðarförina sína

Sighvatur Jónsson skrifar

Steingrímur Sævarr Ólafsson segist hafa farið að leiða hugann að jarðarförinni sinni þegar pabbi hans lést aðeins 47 ára að aldri. Þá var Steingrímur 25 ára. Hann segir að pabbi sinn hafi aldrei rætt um dauðann.

„Þegar kom að útför og annarri slíkri skipulagningu þá vantaði okkur allt.“

Steingrímur segir að hann og aðrir aðstandendur hafi ekki haft neinar leiðbeiningar um óskir föður síns varðandi útför, kistulagningu, prest, kirkju og allt annað.

Óskalisti fyrir eigin jarðarför

Steingrímur ákvað að setja saman óskalista fyrir sína eigin jarðarför til að auðvelda aðstandendum undirbúninginn. Hann skoðar listann og uppfærir hann um það bil einu sinni á ári.

Á listanum eru meðal annars atriði varðandi tónlist og fólk sem hann vill að komi að útför sinni.

„Það er fylgifiskur aldursins að útförum sem maður fer í fjölgar. Og þá heyrir maður kannski einhvern sálm eða eitthvert lag sem maður grípur og hugsar hvort maður vilji það í sína útför.“

Mikilvægt að ræða dauðann

Steingrímur segir mikilvægt að ræða um dauðann. „Það er ekkert óeðlilegt að hugsa um dauðann og það er ekkert óeðlilegt að hugsa um hvað vill ég gera. Þetta léttir undir öllum í kringum þig ef þú ert búinn að gefa einhverjar vísbendingar. Þetta getur verið samtal en þetta getur líka verið skjal.“

Hér að neðan er lengri útgáfa af viðtalinu við Steingrím Sævarr Ólafsson um hvernig hann hefur undirbúið sína eigin jarðarför.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.