Innlent

Braut í tvígang gegn fyrrverandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í upphafi mánaðar dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að þvinga fyrrverandi kærustu sína í tvígang til samræðis. Brotið átti sér í stað í janúar 2015.

Fólkið átti í sambandi sem lauk um þremur árum fyrir brotið. Höfðu þau ákveðið að hittast á ný. Varð það úr og það kvöld sváfu þau saman áður en þau fóru út á lífið. Þegar þau komu þaðan sváfu þau saman á nýjan leik en eftir það vildi brotaþoli fara að sofa. Hinn sakfelldi var á öðru máli og fékk sínu framgengt í tvígang.

Að mati dómara málsins benti framburður konunnar, áverkar á henni við komu á neyðarmóttöku svo og smáskilaboð frá manninum til þess að ákæran væri sannleikanum samkvæm. Var maðurinn því sakfelldur. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða brotaþola 1,2 milljónir í miskabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×