Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 10:32 Tilfinningarnar báru Gaga nær ofurliði þegar tilkynnt var um sigurvegarann í flokki poppdúetta. Getty/John Shearer Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. Þakkarræða Gaga á sviðinu í Los Angeles í gær þótti afar hjartnæm og þá sló kröftugur flutningur hennar á hinu umrædda Shallow í gegn. Lagið var valið það besta í flokki kvikmynda- og sjónvarpstónlistar auk þess sem Gaga og meðleikari hennar í A Star is Born, Bradley Cooper, hlutu Grammy-verðlaunin fyrir besta poppdúettinn. Gaga kom á framfæri kærum kveðjum til Coopers í þakkarræðu sinni en hann var fjarri góðu gamni þar sem BAFTA-verðlaunahátíðin var einnig haldin í gærkvöldi. „Ég vildi að Bradley væri hér hjá mér núna, hann er á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Bretlandi. Ég veit fyrir víst að hann vildi vera hérna. Bradley, ég elskaði að syngja þetta lag með þér,“ sagði Gaga. Að lokum benti hún á mikilvægi þess að fjallað sé hispurslaust um geðheilbrigðismál, sem eru einmitt í forgrunni í A Star is Born. „Og ef ég fæ ekki annað tækifæri til að segja þetta – ég er svo stolt af því að vera hluti af kvikmynd sem tekur andleg veikindi til umfjöllunar. Það er svo mikilvægt,“ sagði Gaga og uppskar lófatak áhorfenda. Ræðuna má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.Hér að neðan má svo sjá kröftugan Grammy-flutning Gaga á hinu margverðlaunaða Shallow. Lagið hefur hlotið tilnefningar á öllum helstu verðlaunahátíðum vestanhafs það sem af er ári, þar á meðal Golden Globe-, Grammy- og Óskarsverðlauna.Lady Gaga performs a high-energy version of Shallow at this year's #GRAMMYS pic.twitter.com/k9cxiQOd2I— Gaga Notify (@gaganotify) February 11, 2019 Grammy Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55 Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. Þakkarræða Gaga á sviðinu í Los Angeles í gær þótti afar hjartnæm og þá sló kröftugur flutningur hennar á hinu umrædda Shallow í gegn. Lagið var valið það besta í flokki kvikmynda- og sjónvarpstónlistar auk þess sem Gaga og meðleikari hennar í A Star is Born, Bradley Cooper, hlutu Grammy-verðlaunin fyrir besta poppdúettinn. Gaga kom á framfæri kærum kveðjum til Coopers í þakkarræðu sinni en hann var fjarri góðu gamni þar sem BAFTA-verðlaunahátíðin var einnig haldin í gærkvöldi. „Ég vildi að Bradley væri hér hjá mér núna, hann er á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Bretlandi. Ég veit fyrir víst að hann vildi vera hérna. Bradley, ég elskaði að syngja þetta lag með þér,“ sagði Gaga. Að lokum benti hún á mikilvægi þess að fjallað sé hispurslaust um geðheilbrigðismál, sem eru einmitt í forgrunni í A Star is Born. „Og ef ég fæ ekki annað tækifæri til að segja þetta – ég er svo stolt af því að vera hluti af kvikmynd sem tekur andleg veikindi til umfjöllunar. Það er svo mikilvægt,“ sagði Gaga og uppskar lófatak áhorfenda. Ræðuna má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.Hér að neðan má svo sjá kröftugan Grammy-flutning Gaga á hinu margverðlaunaða Shallow. Lagið hefur hlotið tilnefningar á öllum helstu verðlaunahátíðum vestanhafs það sem af er ári, þar á meðal Golden Globe-, Grammy- og Óskarsverðlauna.Lady Gaga performs a high-energy version of Shallow at this year's #GRAMMYS pic.twitter.com/k9cxiQOd2I— Gaga Notify (@gaganotify) February 11, 2019
Grammy Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55 Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55
Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00
Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59