Kallaði magnaðan hóp „systra“ sinna óvænt upp á svið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 12:15 Lady Gaga, Jada Pinkett Smith, Alicia Keys, Michelle Obama og Jennifer Lopez vöktu mikla lukku á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær. GEtty/Kevin Mazur Mikil fagnaðarlæti brutust út á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær þegar kynnir hátíðarinnar, söngkonan Alicia Keys, kallaði „systur“ sínar óvænt upp á svið í opnunaratriðinu. Umræddar systur reyndust Jada Pinkett Smith leikkona, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þetta stórskotalið kvenna mætti Keys á sviðinu og flutti óð til tónlistar. Gaga reið á vaðið og þakkaði tónlistinni fyrir að hafa leitt sig í gegnum mótlæti á ferli sínum. „Þeir sögðu að ég væri skrýtin. Að útlit mitt, ákvarðanir mínar, „sándið“ mitt myndi ekki ganga. En tónlistin sagði mér að hlusta ekki á þá.“ Lopez lofsamaði mátt tónlistarinnar og sagði hana veita sér dýrmætt frelsi. „Hún minnir mig á rætur mínar og minnir mig líka á alla staðina sem mér er unnt að heimsækja. Tónlist hefur alltaf verið staðurinn sem veitir okkur öllum fullkomið frelsi.“Sjá einnig: Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Pinkett Smith lagði áherslu á að allar raddir ættu rétt á heiðri og virðingu og Obama tók í sama streng. „Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að hið sama gildir um alla hér inni,“ sagði Obama. Það ætlaði raunar allt um koll að keyra þegar röðin var komin að henni en ljóst er að forsetafrúin fyrrverandi nýtur enn mikillar hylli. Og hún hélt áfram. „Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga í hverri einustu rödd, hver einasta nóta í hverju einasta lagi.“ Atriðið má sjá í heild hér að neðan en það þykir nokkuð táknrænt fyrir verðlaunahátíðina í gærkvöldi þar sem konur skipuðu hóp helstu verðlaunahafa ólíkt árunum á undan. Þannig vann kántrísöngkonan Kacey Musgraves aðalverðlaun kvöldsins fyrir plötu ársins, Lady Gaga vann þrenn verðlaun og Cardi B og Dua Lipa gengu einnig sáttar frá borði með verðlaun fyrir bestu rappplötuna og nýliða ársins. Grammy Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær þegar kynnir hátíðarinnar, söngkonan Alicia Keys, kallaði „systur“ sínar óvænt upp á svið í opnunaratriðinu. Umræddar systur reyndust Jada Pinkett Smith leikkona, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og tónlistarkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez. Þetta stórskotalið kvenna mætti Keys á sviðinu og flutti óð til tónlistar. Gaga reið á vaðið og þakkaði tónlistinni fyrir að hafa leitt sig í gegnum mótlæti á ferli sínum. „Þeir sögðu að ég væri skrýtin. Að útlit mitt, ákvarðanir mínar, „sándið“ mitt myndi ekki ganga. En tónlistin sagði mér að hlusta ekki á þá.“ Lopez lofsamaði mátt tónlistarinnar og sagði hana veita sér dýrmætt frelsi. „Hún minnir mig á rætur mínar og minnir mig líka á alla staðina sem mér er unnt að heimsækja. Tónlist hefur alltaf verið staðurinn sem veitir okkur öllum fullkomið frelsi.“Sjá einnig: Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Pinkett Smith lagði áherslu á að allar raddir ættu rétt á heiðri og virðingu og Obama tók í sama streng. „Tónlist hefur alltaf hjálpað mér að segja sögu mína og ég veit að hið sama gildir um alla hér inni,“ sagði Obama. Það ætlaði raunar allt um koll að keyra þegar röðin var komin að henni en ljóst er að forsetafrúin fyrrverandi nýtur enn mikillar hylli. Og hún hélt áfram. „Tónlist sýnir okkur að allt skiptir máli. Hver einasta saga í hverri einustu rödd, hver einasta nóta í hverju einasta lagi.“ Atriðið má sjá í heild hér að neðan en það þykir nokkuð táknrænt fyrir verðlaunahátíðina í gærkvöldi þar sem konur skipuðu hóp helstu verðlaunahafa ólíkt árunum á undan. Þannig vann kántrísöngkonan Kacey Musgraves aðalverðlaun kvöldsins fyrir plötu ársins, Lady Gaga vann þrenn verðlaun og Cardi B og Dua Lipa gengu einnig sáttar frá borði með verðlaun fyrir bestu rappplötuna og nýliða ársins.
Grammy Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00
Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. 11. febrúar 2019 10:32
Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59