Lífið

Breskur blaðamaður spáir Hatara sigri í Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.
Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Ásta Sif Árnadóttir

Breski Eurovision-blaðamaðurinn Rob Holley er frekar spenntur fyrir framlagi Hatara í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Holley ritar um Eurovision fyrir breska dagblaðið The Independent en hann sagði á Twitter í gær að Ísland hafi tekið forystu af Noregi sem líklegur sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, að hans mati.

„Og hvorugt landið hefur enn valið sitt framlag,“ ritar Holley.

Hann segir lag Hatara, Hatrið mun sigra, gefa honum sömu gæsahúð og hann fékk þegar hann heyrði lagið Toy sem sigraði í Eurovision í fyrra, í flutningi hinnar ísraelsku Nettu Barzilai, og lagið Euphoria sem hin sænska Loreen sigraði með í Aserbaídsjan árið 2012.

„Ef það kemst áfram verður erfitt að líta framhjá því,“ segir Holley um framlag Hatara.

Hatari komst áfram á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar síðasta laugardag, ásamt Heru Björk sem flutti lagið Eitt andartak.
Tengdar fréttir

„Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu“

Keppnin er einn alstærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í Ísrael. Miklir hagsmunir eru í húfi. Keppnin er glansmynd, lygi, hvítþvottur, áróðursvél og svikamylla. Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu.

Mennirnir á bak við Hatara

Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.