Lífið

Hatari og Hera Björk áfram í úrslit

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019
Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 RÚV
Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 á RÚV og nú ljóst að þessir flytjendur koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll 2. mars.

Hera Björk flutti lagið Eitt andartak en Örlygur Smári, Hera Björk og Valgeir sömdu lag og texta.

Hljómsveitin Hatari flutti lagið Hatrið mun sigra.

Flytjendur og höfundar fimm laga kepptu í kvöld í Söngvakeppninni.

Daníel Ólíver flutti lagið Samt ekki, IMSLAND flutti lagið Nú og hér og Kristína Bærendsen flutti lagið Ég á mig sjálf.

Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á lag Heru Bjarkar.

Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á lag Hatara.


Tengdar fréttir

Mennirnir á bak við Hatara

Sveitin saman stendur af þeim Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Nikulássyni Hannigan og Einari Stefánssyni.

„Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu“

Keppnin er einn alstærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið í Ísrael. Miklir hagsmunir eru í húfi. Keppnin er glansmynd, lygi, hvítþvottur, áróðursvél og svikamylla. Okkar markmið er að afhjúpa þessa svikamyllu.

Bretar hafa valið framlag sitt í Eurovision

Lagið Bigger Than Us í flutningi söngvarans Michael Rice verður framlag Breta í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í ár en keppnin fer eins og venjulega fram í maí og nú í Ísrael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×