Innlent

Ragnar sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára

Birgir Olgeirsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm

Ragnar Þór Ingólfsson er sjálfkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára því mótframboð barst ekki áður en framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR en þar segir að kjörstjórn VR hafi fengið 16 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 og vinnur í að kanna lögmæti þeirra.

Fundur verður haldinn með frambjóðendum kl. 12.00 miðvikudaginn 13. febrúar nk. og verða nöfn frambjóðenda birt á vef VR að honum loknum.

Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.