Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. Rætt verður við manninn í fréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig fjöllum við um líffæragjafir en innan við eitt prósent landsmanna hafa tekið afstöðu gegn líffæragjöf eftir andlát. Við skoðum veitingabransann í miðbænum en veitingamenn eru að bugast undan hárri leigu. Sjá má auð húsnæði um allan miðbæ vegna erfiðs rekstrarumhverfis og í stað íbúðarhúsnæðis eru komnir gististaðir.

112 dagurinn er í dag og af því tilefni var skyndihjálparmaður ársins tilnefndur. Við hittum skyndihjálparhetjur ársins og skoðum nýja leið fyrir heyrnarlausa til að ná sambandi við neyðarlínuna.

Þetta og margt fleira í þéttum fréttapakka kvöldfrétta á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.