Foreldrarnir hæstánægðir með heimakennslu Heiðu Dísar Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2019 10:30 Rut og Helgi völdu að hafa Heiðu í heimakennslu. Skólaganga Heiðu Dísar Helgadóttur hófst í haust, eins og hjá öðrum jafnöldrum hennar, en það sem sker Heiðu Dís úr, er að henni er kennt heima og er hún líklega eina barnið á Íslandi sem er í heimakennslu. Þau Helgi og Rut foreldrar Heiðu eru bæði kennaramenntuð en það er Helgi sem sér um kennsluna. Ísland í dag kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar og kynntist Heiðu og fjölskyldu hennar á Stöð 2 í gær. Það er samdóma álit fjölskyldunnar að fyrirkomulagið gangi eins og í sögu. „Þetta varð til fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist bandarískum manni og á íslenska konu. Þau eiga börn saman og eru hluta úr árinu alltaf erlendis og skiptast á að vera í Bandaríkjunum og hér á landi og ég spyr hvernig þetta er með skólann hjá krökkunum og hann segir mér að þau séu að heimakenna börnunum sínum,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, faðir Heiðu. Hann segir á stöðluðum prófum koma börn í heimakennslu allt að þrjátíu prósent betur út. En hvað með félagslega þáttinn? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að þessi börn eru miklu líklegri til að vilja taka þátt í æskulýðs- og líkamsræktarstarfsemi heldur en börn sem koma úr hefðbundnu skólakerfi. Þau eru mjög líkleg til að vera með góða leiðtogahæfileika og eiga marga góða vini og eiga mjög auðvelt með það að eignast góða vini líka,“ segir Helgi og bætir því við að Heiða sé mikil félagsvera og að hús þeirra hjóna sé alltaf fullt af krökkum. Heiða Dís æfir Taekwondo, dans og er í hestamennsku.Heiða Dís byrjaði í fyrsta bekk í heimakennslu.„Mér finnst skemmtilegast að læra hvernig fólkið verður til og hvernig beinin líta út,“ segir Heiða. „Þetta gengur bara frábærlega vel og búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rut Sigurðardóttir, móðir Heiður Dísar. „Ég þekki hvernig það er að kenna hópi af fólki. Þá fer orkan og einbeitingin ósjálfrátt til ákveðinna aðila og ekkert endilega til þeirra aðila sem ættu mest að fá hana. Þó svo að maður reynir, þá er ekki hægt að láta alla fá sömu athygli. Það finnst mér pínu ósanngjarnt, því oft þeir sem vilja vera í skólanum og þeir sem vilja vera í náminu fá minni athygli heldur en þeir sem vilja ekki vera þarna. Það er óþægilegt fyrir nemandann sem vill vera þarna og líka fyrir nemandann sem vill ekki vera þarna,“ segir Helgi og bætir við að rannsóknir bendi til að heimakennsla gefi góðan árangur. „Það sem við viljum gefa barninu okkar er þennan möguleika á þessu tækifæri.“En hvernig bregst fólk við þegar það fréttir að Heiða Dís sé í heimakennslu? „Það er rosalega misjafnt. Þeir sem eru kennaramenntaðir eru yfirleitt mjög spenntir og áhugasamir. Svo eru aðrir sem finnst þetta mjög óþægilegt og vilja hafa okkur í boxinu. Maður er ansi oft að taka þessa umræðu,“ segir Rut en foreldrar þurfa að vera með kennaramenntun til að fá leyfi fyrir heimakennslu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Skólaganga Heiðu Dísar Helgadóttur hófst í haust, eins og hjá öðrum jafnöldrum hennar, en það sem sker Heiðu Dís úr, er að henni er kennt heima og er hún líklega eina barnið á Íslandi sem er í heimakennslu. Þau Helgi og Rut foreldrar Heiðu eru bæði kennaramenntuð en það er Helgi sem sér um kennsluna. Ísland í dag kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar og kynntist Heiðu og fjölskyldu hennar á Stöð 2 í gær. Það er samdóma álit fjölskyldunnar að fyrirkomulagið gangi eins og í sögu. „Þetta varð til fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist bandarískum manni og á íslenska konu. Þau eiga börn saman og eru hluta úr árinu alltaf erlendis og skiptast á að vera í Bandaríkjunum og hér á landi og ég spyr hvernig þetta er með skólann hjá krökkunum og hann segir mér að þau séu að heimakenna börnunum sínum,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, faðir Heiðu. Hann segir á stöðluðum prófum koma börn í heimakennslu allt að þrjátíu prósent betur út. En hvað með félagslega þáttinn? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að þessi börn eru miklu líklegri til að vilja taka þátt í æskulýðs- og líkamsræktarstarfsemi heldur en börn sem koma úr hefðbundnu skólakerfi. Þau eru mjög líkleg til að vera með góða leiðtogahæfileika og eiga marga góða vini og eiga mjög auðvelt með það að eignast góða vini líka,“ segir Helgi og bætir því við að Heiða sé mikil félagsvera og að hús þeirra hjóna sé alltaf fullt af krökkum. Heiða Dís æfir Taekwondo, dans og er í hestamennsku.Heiða Dís byrjaði í fyrsta bekk í heimakennslu.„Mér finnst skemmtilegast að læra hvernig fólkið verður til og hvernig beinin líta út,“ segir Heiða. „Þetta gengur bara frábærlega vel og búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rut Sigurðardóttir, móðir Heiður Dísar. „Ég þekki hvernig það er að kenna hópi af fólki. Þá fer orkan og einbeitingin ósjálfrátt til ákveðinna aðila og ekkert endilega til þeirra aðila sem ættu mest að fá hana. Þó svo að maður reynir, þá er ekki hægt að láta alla fá sömu athygli. Það finnst mér pínu ósanngjarnt, því oft þeir sem vilja vera í skólanum og þeir sem vilja vera í náminu fá minni athygli heldur en þeir sem vilja ekki vera þarna. Það er óþægilegt fyrir nemandann sem vill vera þarna og líka fyrir nemandann sem vill ekki vera þarna,“ segir Helgi og bætir við að rannsóknir bendi til að heimakennsla gefi góðan árangur. „Það sem við viljum gefa barninu okkar er þennan möguleika á þessu tækifæri.“En hvernig bregst fólk við þegar það fréttir að Heiða Dís sé í heimakennslu? „Það er rosalega misjafnt. Þeir sem eru kennaramenntaðir eru yfirleitt mjög spenntir og áhugasamir. Svo eru aðrir sem finnst þetta mjög óþægilegt og vilja hafa okkur í boxinu. Maður er ansi oft að taka þessa umræðu,“ segir Rut en foreldrar þurfa að vera með kennaramenntun til að fá leyfi fyrir heimakennslu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira