Foreldrarnir hæstánægðir með heimakennslu Heiðu Dísar Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2019 10:30 Rut og Helgi völdu að hafa Heiðu í heimakennslu. Skólaganga Heiðu Dísar Helgadóttur hófst í haust, eins og hjá öðrum jafnöldrum hennar, en það sem sker Heiðu Dís úr, er að henni er kennt heima og er hún líklega eina barnið á Íslandi sem er í heimakennslu. Þau Helgi og Rut foreldrar Heiðu eru bæði kennaramenntuð en það er Helgi sem sér um kennsluna. Ísland í dag kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar og kynntist Heiðu og fjölskyldu hennar á Stöð 2 í gær. Það er samdóma álit fjölskyldunnar að fyrirkomulagið gangi eins og í sögu. „Þetta varð til fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist bandarískum manni og á íslenska konu. Þau eiga börn saman og eru hluta úr árinu alltaf erlendis og skiptast á að vera í Bandaríkjunum og hér á landi og ég spyr hvernig þetta er með skólann hjá krökkunum og hann segir mér að þau séu að heimakenna börnunum sínum,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, faðir Heiðu. Hann segir á stöðluðum prófum koma börn í heimakennslu allt að þrjátíu prósent betur út. En hvað með félagslega þáttinn? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að þessi börn eru miklu líklegri til að vilja taka þátt í æskulýðs- og líkamsræktarstarfsemi heldur en börn sem koma úr hefðbundnu skólakerfi. Þau eru mjög líkleg til að vera með góða leiðtogahæfileika og eiga marga góða vini og eiga mjög auðvelt með það að eignast góða vini líka,“ segir Helgi og bætir því við að Heiða sé mikil félagsvera og að hús þeirra hjóna sé alltaf fullt af krökkum. Heiða Dís æfir Taekwondo, dans og er í hestamennsku.Heiða Dís byrjaði í fyrsta bekk í heimakennslu.„Mér finnst skemmtilegast að læra hvernig fólkið verður til og hvernig beinin líta út,“ segir Heiða. „Þetta gengur bara frábærlega vel og búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rut Sigurðardóttir, móðir Heiður Dísar. „Ég þekki hvernig það er að kenna hópi af fólki. Þá fer orkan og einbeitingin ósjálfrátt til ákveðinna aðila og ekkert endilega til þeirra aðila sem ættu mest að fá hana. Þó svo að maður reynir, þá er ekki hægt að láta alla fá sömu athygli. Það finnst mér pínu ósanngjarnt, því oft þeir sem vilja vera í skólanum og þeir sem vilja vera í náminu fá minni athygli heldur en þeir sem vilja ekki vera þarna. Það er óþægilegt fyrir nemandann sem vill vera þarna og líka fyrir nemandann sem vill ekki vera þarna,“ segir Helgi og bætir við að rannsóknir bendi til að heimakennsla gefi góðan árangur. „Það sem við viljum gefa barninu okkar er þennan möguleika á þessu tækifæri.“En hvernig bregst fólk við þegar það fréttir að Heiða Dís sé í heimakennslu? „Það er rosalega misjafnt. Þeir sem eru kennaramenntaðir eru yfirleitt mjög spenntir og áhugasamir. Svo eru aðrir sem finnst þetta mjög óþægilegt og vilja hafa okkur í boxinu. Maður er ansi oft að taka þessa umræðu,“ segir Rut en foreldrar þurfa að vera með kennaramenntun til að fá leyfi fyrir heimakennslu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Skólaganga Heiðu Dísar Helgadóttur hófst í haust, eins og hjá öðrum jafnöldrum hennar, en það sem sker Heiðu Dís úr, er að henni er kennt heima og er hún líklega eina barnið á Íslandi sem er í heimakennslu. Þau Helgi og Rut foreldrar Heiðu eru bæði kennaramenntuð en það er Helgi sem sér um kennsluna. Ísland í dag kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar og kynntist Heiðu og fjölskyldu hennar á Stöð 2 í gær. Það er samdóma álit fjölskyldunnar að fyrirkomulagið gangi eins og í sögu. „Þetta varð til fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist bandarískum manni og á íslenska konu. Þau eiga börn saman og eru hluta úr árinu alltaf erlendis og skiptast á að vera í Bandaríkjunum og hér á landi og ég spyr hvernig þetta er með skólann hjá krökkunum og hann segir mér að þau séu að heimakenna börnunum sínum,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, faðir Heiðu. Hann segir á stöðluðum prófum koma börn í heimakennslu allt að þrjátíu prósent betur út. En hvað með félagslega þáttinn? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að þessi börn eru miklu líklegri til að vilja taka þátt í æskulýðs- og líkamsræktarstarfsemi heldur en börn sem koma úr hefðbundnu skólakerfi. Þau eru mjög líkleg til að vera með góða leiðtogahæfileika og eiga marga góða vini og eiga mjög auðvelt með það að eignast góða vini líka,“ segir Helgi og bætir því við að Heiða sé mikil félagsvera og að hús þeirra hjóna sé alltaf fullt af krökkum. Heiða Dís æfir Taekwondo, dans og er í hestamennsku.Heiða Dís byrjaði í fyrsta bekk í heimakennslu.„Mér finnst skemmtilegast að læra hvernig fólkið verður til og hvernig beinin líta út,“ segir Heiða. „Þetta gengur bara frábærlega vel og búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rut Sigurðardóttir, móðir Heiður Dísar. „Ég þekki hvernig það er að kenna hópi af fólki. Þá fer orkan og einbeitingin ósjálfrátt til ákveðinna aðila og ekkert endilega til þeirra aðila sem ættu mest að fá hana. Þó svo að maður reynir, þá er ekki hægt að láta alla fá sömu athygli. Það finnst mér pínu ósanngjarnt, því oft þeir sem vilja vera í skólanum og þeir sem vilja vera í náminu fá minni athygli heldur en þeir sem vilja ekki vera þarna. Það er óþægilegt fyrir nemandann sem vill vera þarna og líka fyrir nemandann sem vill ekki vera þarna,“ segir Helgi og bætir við að rannsóknir bendi til að heimakennsla gefi góðan árangur. „Það sem við viljum gefa barninu okkar er þennan möguleika á þessu tækifæri.“En hvernig bregst fólk við þegar það fréttir að Heiða Dís sé í heimakennslu? „Það er rosalega misjafnt. Þeir sem eru kennaramenntaðir eru yfirleitt mjög spenntir og áhugasamir. Svo eru aðrir sem finnst þetta mjög óþægilegt og vilja hafa okkur í boxinu. Maður er ansi oft að taka þessa umræðu,“ segir Rut en foreldrar þurfa að vera með kennaramenntun til að fá leyfi fyrir heimakennslu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira