Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Myndavélakerfi í Hvalfjarðargöngum nam ekki kyrrstæðan bíl í göngunum í morgun sem ekið var á en ökumenn beggja bíla slösuðust. Allt bendir til þess að bíllinn hafi lent inn á skuggasvæði milli eftirlitsmyndavéla í göngunum og er nú áformað að þétta net öryggismyndavéla. Um þetta verður fjallað í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig er rætt við forstöðumann á Stuðlum sem segir grun um að ungmenni misnoti xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilsskyld lyf, þar á meðal xanax.

Við förum einnig yfir laun bankastjóranna í landinu, fjöllum frekar um veggjöld og tökum stöðuna á pólitíkinni í Bandaríkjunum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.