Fótbolti

Solskjær: Augljóst að við höfum ekki spilað leik í þessum gæðaflokki í langan tíma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Solskjær þurfti að þola tap í fyrsta skipti sem stjóri United
Solskjær þurfti að þola tap í fyrsta skipti sem stjóri United vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær tapaði sínum fyrsta leik með Manchester United í kvöld þegar liðið tapaði fyrir PSG á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Leikurinn var eins og við héldum að hann yrði. Í fyrri hálfleik þá voru bæði lið að skoða hvort annað og það var ekki mikill munur,“ sagði Solskjær í leikslok.

„Svo kom fyrsta markið, sem var slæmt mark að fá á sig, og þá var leikurinn með þeim. Þeir fóru að stjórna leiknum og voru með reynsluna í að halda það út.“

„Það sást að við höfum ekki spilað leiki á þessum staðli í langan tíma og við þurfum að læra af reynslunni. Þetta tap mun ekki skilgreina tímabilið.“

PSG vann leikinn 2-0 og er í mjög vænlegri stöðu fyrir seinni leik liðanna.

„Fjöll eru til staðar til þess að klífa þau, er það ekki? Þú getur ekki lagst niður og sagt að þetta sé búið. Við þurfum að fara þangað og hafa trú á okkur sjálfum, spila góðan leik og reyna að bæta okkur frá því í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×