Ólína orðin bókmenntagagnrýnandi í Kiljunni Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 12:08 Egill grip gæsina á lofti og hefur nú fengið Ólínu til að gagnrýna bækur í bókaþætti sínum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir reynir sig í nýju hlutverki í kvöld, nefnilega sem gagnrýnandi í sjónvarpi. „Í kvöld mun ég þreyta frumraun mína í Kiljunni hjá Agli. Þar fjöllum við Þorgeir Tryggvason um bækurnar Kaupthinking (Þórður Snær Júlíusson) og Ærumissi (Davíð Logi Sigurðsson). Ýmislegt spennandi verður í þættinum,“ tilkynnir Ólína vinum sínum á Facebook.Ósátt við að fram hjá henni var gengið Ólína er ekki á framandi slóðum en hún vakti á sínum tíma þjóðarathygli sem sjónvarpsmaður á Ríkisútvarpinu og hún hefur fengist við að skrifa gagnrýni um bækur. Ólína var afar ósátt við það þegar fram hjá henni var gengið við skipan stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra og kærði þá skipan. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína við það tækifæri. Egill greip gæsina En, nú liggur fyrir að Egill Helgason, stjórnandi bókaþáttarins Kiljunnar, hefur gripið gæsina á lofti; fundið flöt á því að nýta fjölþætta reynslu og menntun Ólínu. Hún segir Kiljuna vera spennandi í kvöld: „Til dæmis verður fjallað um Kambsmálið, þá ömurlegu atburðarás þegar sýslumannsvaldi var beitt norður í Strandasýslu til að bjóða upp heimili eftir andlát föður, í fjarveru veikrar móður, og börnin ein heima. Þau snerust til varnar. Magnað mál sem nú hefur verið skráð á bók,“ segir Ólína og bætir við: „Já, gamla sýslumannsveldið verður nokkuð til umræðu í þessum þætti.“ Og hún lætur broskall fylgja með þeirri athugasemd sinni. Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir reynir sig í nýju hlutverki í kvöld, nefnilega sem gagnrýnandi í sjónvarpi. „Í kvöld mun ég þreyta frumraun mína í Kiljunni hjá Agli. Þar fjöllum við Þorgeir Tryggvason um bækurnar Kaupthinking (Þórður Snær Júlíusson) og Ærumissi (Davíð Logi Sigurðsson). Ýmislegt spennandi verður í þættinum,“ tilkynnir Ólína vinum sínum á Facebook.Ósátt við að fram hjá henni var gengið Ólína er ekki á framandi slóðum en hún vakti á sínum tíma þjóðarathygli sem sjónvarpsmaður á Ríkisútvarpinu og hún hefur fengist við að skrifa gagnrýni um bækur. Ólína var afar ósátt við það þegar fram hjá henni var gengið við skipan stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra og kærði þá skipan. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína við það tækifæri. Egill greip gæsina En, nú liggur fyrir að Egill Helgason, stjórnandi bókaþáttarins Kiljunnar, hefur gripið gæsina á lofti; fundið flöt á því að nýta fjölþætta reynslu og menntun Ólínu. Hún segir Kiljuna vera spennandi í kvöld: „Til dæmis verður fjallað um Kambsmálið, þá ömurlegu atburðarás þegar sýslumannsvaldi var beitt norður í Strandasýslu til að bjóða upp heimili eftir andlát föður, í fjarveru veikrar móður, og börnin ein heima. Þau snerust til varnar. Magnað mál sem nú hefur verið skráð á bók,“ segir Ólína og bætir við: „Já, gamla sýslumannsveldið verður nokkuð til umræðu í þessum þætti.“ Og hún lætur broskall fylgja með þeirri athugasemd sinni.
Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59