Innlent

Kyssti miðann og vann 41 milljón

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vinningshafinn sendi barnabarnið út í búð til að kaupa aukamiðann.
Vinningshafinn sendi barnabarnið út í búð til að kaupa aukamiðann. vísir/vilhelm

Vinningshafi í lottóútdrætti helgarinnar sótti vinninginn á skrifstofu Íslenskrar getspár í vikunni en sá heppni hreppti rúmlega 41 milljón króna. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningshafinn og barnabarn hans hafi tekið sig til og kysst miðann í von um „sérstaka lukku“ – með tilætluðum árangri, að því er virðist.

Í tilkynningu segir að sá heppni sé með lottómiða í áskrift en kaupi aukamiða þegar potturinn er stór, líkt og síðasta laugardag. Vinningshafinn er sagður hafa sent áðurnefnt barnabarn sitt til að kaupa aukamiðann á bensínstöð N1 við Hörgárbraut á Akureyri.

Þá hafi vinningshafinn og barnabarnið smellt hvort sínum kossinum á miðann, eins og áður segir. Ætla má að fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín gleðjist við fréttir af uppátækinu en hún vakti mikla athygli í byrjun árs fyrir að hvetja fylgjendur sína til að kyssa peninga. Samkvæmt Öldu Karen átti aðferðin að auka líkur á auðsöfnun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.