Hellisheiðin enn lokuð en búið að opna Þrengslin Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 07:28 Víða er hált á vegum landsins og takmarkað skyggni í skafrenningi eða snjókomu. Vísir/Vilhelm Enn er ófært um Hellisheiði en veginum um heiðina og Þrengslin var lokað eftir miðnætti í gær vegna slæmrar færðar. Þrengslin við Sandskeið hafa verið opnuð þegar þetta er ritað. Lentu fjöldi ökumanna í vandræðum á Hellisheiðinni seint í gærkvöldi og voru í það minnsta níu bílar sem festu sig þar. Í dag má búast við norðan- og norðaustan hríðarveðri víða um land, en léttir þó fljótlega til fyrir sunnan. Á morgun dregur heldur úr vindi og úrkomu vestanlands, en áfram norðanhvassviðri með ofankomu og skafrenningi fyrir austan. Frost víða 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust með suður- og austurströndinni. Víða er hált á vegum landsins og takmarkað skyggni í skafrenningi eða snjókomu. Ferðalangar ættu því að kynna sér vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er af stað. Um miðja næstu viku snýst í suðaustanáttir með vætusömu og hlýnandi veðri. Þungfært og snjókoma er á Öxnadalsheiði og í Héðinsfirði. Ófært er í Víkurskarði og á Siglufjarðarvegi. Snjóþekja eða hálka og snjókoma er á flestum öðrum leiðum. Þæfingsfærð er á Grenivíkurvegi. Fróðárheiði er lokuð vegna veðurs. Ófært er á Vatnaleiði og við Hafursfell. Þæfingsfærð er í Kolgrafafirði en þungfært á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og einig á Bröttubrekku. Hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófært er í Kjósaskarði og á Krýsuvíkurvegi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja á felstum öðrum leiðum. Vegfarendur milli Fáskrúðsfjarðar og Berufjarðar eru varaðir við slitlagsblæðingum og varasömum slitlagsmulningi sem brotnar af bílum. Mikilvægt er að draga úr hraða þegar bílar mætast, skoða dekk áður en haldið er í langferð og hreinsa með tjöruhreinsi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hellisheiði og Þrengslum lokað Að minnsta kosti níu bílar eru fastir á Hellisheiði og hafa björgunarsveitir verið boðaðar út 17. febrúar 2019 00:23 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Enn er ófært um Hellisheiði en veginum um heiðina og Þrengslin var lokað eftir miðnætti í gær vegna slæmrar færðar. Þrengslin við Sandskeið hafa verið opnuð þegar þetta er ritað. Lentu fjöldi ökumanna í vandræðum á Hellisheiðinni seint í gærkvöldi og voru í það minnsta níu bílar sem festu sig þar. Í dag má búast við norðan- og norðaustan hríðarveðri víða um land, en léttir þó fljótlega til fyrir sunnan. Á morgun dregur heldur úr vindi og úrkomu vestanlands, en áfram norðanhvassviðri með ofankomu og skafrenningi fyrir austan. Frost víða 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust með suður- og austurströndinni. Víða er hált á vegum landsins og takmarkað skyggni í skafrenningi eða snjókomu. Ferðalangar ættu því að kynna sér vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er af stað. Um miðja næstu viku snýst í suðaustanáttir með vætusömu og hlýnandi veðri. Þungfært og snjókoma er á Öxnadalsheiði og í Héðinsfirði. Ófært er í Víkurskarði og á Siglufjarðarvegi. Snjóþekja eða hálka og snjókoma er á flestum öðrum leiðum. Þæfingsfærð er á Grenivíkurvegi. Fróðárheiði er lokuð vegna veðurs. Ófært er á Vatnaleiði og við Hafursfell. Þæfingsfærð er í Kolgrafafirði en þungfært á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og einig á Bröttubrekku. Hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófært er í Kjósaskarði og á Krýsuvíkurvegi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja á felstum öðrum leiðum. Vegfarendur milli Fáskrúðsfjarðar og Berufjarðar eru varaðir við slitlagsblæðingum og varasömum slitlagsmulningi sem brotnar af bílum. Mikilvægt er að draga úr hraða þegar bílar mætast, skoða dekk áður en haldið er í langferð og hreinsa með tjöruhreinsi
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hellisheiði og Þrengslum lokað Að minnsta kosti níu bílar eru fastir á Hellisheiði og hafa björgunarsveitir verið boðaðar út 17. febrúar 2019 00:23 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hellisheiði og Þrengslum lokað Að minnsta kosti níu bílar eru fastir á Hellisheiði og hafa björgunarsveitir verið boðaðar út 17. febrúar 2019 00:23