Hellisheiðin enn lokuð en búið að opna Þrengslin Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 07:28 Víða er hált á vegum landsins og takmarkað skyggni í skafrenningi eða snjókomu. Vísir/Vilhelm Enn er ófært um Hellisheiði en veginum um heiðina og Þrengslin var lokað eftir miðnætti í gær vegna slæmrar færðar. Þrengslin við Sandskeið hafa verið opnuð þegar þetta er ritað. Lentu fjöldi ökumanna í vandræðum á Hellisheiðinni seint í gærkvöldi og voru í það minnsta níu bílar sem festu sig þar. Í dag má búast við norðan- og norðaustan hríðarveðri víða um land, en léttir þó fljótlega til fyrir sunnan. Á morgun dregur heldur úr vindi og úrkomu vestanlands, en áfram norðanhvassviðri með ofankomu og skafrenningi fyrir austan. Frost víða 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust með suður- og austurströndinni. Víða er hált á vegum landsins og takmarkað skyggni í skafrenningi eða snjókomu. Ferðalangar ættu því að kynna sér vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er af stað. Um miðja næstu viku snýst í suðaustanáttir með vætusömu og hlýnandi veðri. Þungfært og snjókoma er á Öxnadalsheiði og í Héðinsfirði. Ófært er í Víkurskarði og á Siglufjarðarvegi. Snjóþekja eða hálka og snjókoma er á flestum öðrum leiðum. Þæfingsfærð er á Grenivíkurvegi. Fróðárheiði er lokuð vegna veðurs. Ófært er á Vatnaleiði og við Hafursfell. Þæfingsfærð er í Kolgrafafirði en þungfært á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og einig á Bröttubrekku. Hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófært er í Kjósaskarði og á Krýsuvíkurvegi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja á felstum öðrum leiðum. Vegfarendur milli Fáskrúðsfjarðar og Berufjarðar eru varaðir við slitlagsblæðingum og varasömum slitlagsmulningi sem brotnar af bílum. Mikilvægt er að draga úr hraða þegar bílar mætast, skoða dekk áður en haldið er í langferð og hreinsa með tjöruhreinsi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hellisheiði og Þrengslum lokað Að minnsta kosti níu bílar eru fastir á Hellisheiði og hafa björgunarsveitir verið boðaðar út 17. febrúar 2019 00:23 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Enn er ófært um Hellisheiði en veginum um heiðina og Þrengslin var lokað eftir miðnætti í gær vegna slæmrar færðar. Þrengslin við Sandskeið hafa verið opnuð þegar þetta er ritað. Lentu fjöldi ökumanna í vandræðum á Hellisheiðinni seint í gærkvöldi og voru í það minnsta níu bílar sem festu sig þar. Í dag má búast við norðan- og norðaustan hríðarveðri víða um land, en léttir þó fljótlega til fyrir sunnan. Á morgun dregur heldur úr vindi og úrkomu vestanlands, en áfram norðanhvassviðri með ofankomu og skafrenningi fyrir austan. Frost víða 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust með suður- og austurströndinni. Víða er hált á vegum landsins og takmarkað skyggni í skafrenningi eða snjókomu. Ferðalangar ættu því að kynna sér vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er af stað. Um miðja næstu viku snýst í suðaustanáttir með vætusömu og hlýnandi veðri. Þungfært og snjókoma er á Öxnadalsheiði og í Héðinsfirði. Ófært er í Víkurskarði og á Siglufjarðarvegi. Snjóþekja eða hálka og snjókoma er á flestum öðrum leiðum. Þæfingsfærð er á Grenivíkurvegi. Fróðárheiði er lokuð vegna veðurs. Ófært er á Vatnaleiði og við Hafursfell. Þæfingsfærð er í Kolgrafafirði en þungfært á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og einig á Bröttubrekku. Hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum. Ófært er í Kjósaskarði og á Krýsuvíkurvegi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja á felstum öðrum leiðum. Vegfarendur milli Fáskrúðsfjarðar og Berufjarðar eru varaðir við slitlagsblæðingum og varasömum slitlagsmulningi sem brotnar af bílum. Mikilvægt er að draga úr hraða þegar bílar mætast, skoða dekk áður en haldið er í langferð og hreinsa með tjöruhreinsi
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hellisheiði og Þrengslum lokað Að minnsta kosti níu bílar eru fastir á Hellisheiði og hafa björgunarsveitir verið boðaðar út 17. febrúar 2019 00:23 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hellisheiði og Þrengslum lokað Að minnsta kosti níu bílar eru fastir á Hellisheiði og hafa björgunarsveitir verið boðaðar út 17. febrúar 2019 00:23