Kæra birtingu lánasögu einstaklinga til Persónuverndar Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 17. febrúar 2019 20:48 Bankarnir og Creditinfo halda fólki sem orðið hefur gjaldþrota í hengingaról að sögn lögmanns. Dæmi eru um að fólki sé neitað um kreditkort vegna lánasögu sem hann segir Creditinfo nýlega farið að birta. Þetta sé ólöglegt og verður málið kært til Persónuverndar. Vanskilaskráning hjá Creditinfo hefur verið í svokallaðari vog en á grundvelli persónuverndarlaga er Creditinfo með sérstakt leyfi frá Persónuvernd fyrir vinnslu slíkra fjárhagsupplýsinga um einstaklinga og þarf að lúta ströngum skilyrðum. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að upp á síðkastið hafi hann tekið eftir því að Creditinfo sé farið að birta upplýsingar um lánasögu einstaklinga á annarri gátt. Dæmi séu um að fólki séu hafnað um fyrirgreiðslur og greiðslukort byggt á upplýsingum um lánasögu en ekki upplýsingum úr vanskilaskránni. „Við erum að undirbúa kvörtun til Persónuverndar vegna þessa máls. Það er verið að miðla upplýsingum um skuldastöðu eða vanskil einstaklings sem í raun og veru er ekki rétt.“ Í tilfelli skjólstæðings Sævars var hann búinn að ganga í gegnum gjaldþrotaskipti og kröfurnar fyrndar en samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fyrnast þær á tveimur árum frá skiptalokum og eiga ekki að vera á vanskilaskrá. „Þá hafa bankarnir farið þá leið að vera með miðlæga skráningu í gegnum Creditinfo um hans skuldastöðu eða þær kröfur sem hafa verið afskrifaðar inn á miðlægan grunn hjá Creditinfo,“ segir Sævar. Þannig er lánasagan komin í staðinn fyrir vanskilaskránna þrátt fyrir að vinnsla slíkra upplýsinga sé bönnuð nema með sérstöku leyfi Persónuverndar. Hann segir að með þessu sé verið að fara í kringum lögin. Sævar segir að þau svör hafi fengist hjá Creditinfo að um sé að ræða upplýsingar frá viðkomandi banka sem fyrirtækið beri ekki ábyrgð á. „Það er verið að halda mönnum í ákveðinni hengingaról. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt vegna þess að einstaklingar sem hafa farið í gegnum gjaldþrotaferli eiga að geta byrjað upp á nýtt.“ Íslenskir bankar Persónuvernd Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Bankarnir og Creditinfo halda fólki sem orðið hefur gjaldþrota í hengingaról að sögn lögmanns. Dæmi eru um að fólki sé neitað um kreditkort vegna lánasögu sem hann segir Creditinfo nýlega farið að birta. Þetta sé ólöglegt og verður málið kært til Persónuverndar. Vanskilaskráning hjá Creditinfo hefur verið í svokallaðari vog en á grundvelli persónuverndarlaga er Creditinfo með sérstakt leyfi frá Persónuvernd fyrir vinnslu slíkra fjárhagsupplýsinga um einstaklinga og þarf að lúta ströngum skilyrðum. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að upp á síðkastið hafi hann tekið eftir því að Creditinfo sé farið að birta upplýsingar um lánasögu einstaklinga á annarri gátt. Dæmi séu um að fólki séu hafnað um fyrirgreiðslur og greiðslukort byggt á upplýsingum um lánasögu en ekki upplýsingum úr vanskilaskránni. „Við erum að undirbúa kvörtun til Persónuverndar vegna þessa máls. Það er verið að miðla upplýsingum um skuldastöðu eða vanskil einstaklings sem í raun og veru er ekki rétt.“ Í tilfelli skjólstæðings Sævars var hann búinn að ganga í gegnum gjaldþrotaskipti og kröfurnar fyrndar en samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fyrnast þær á tveimur árum frá skiptalokum og eiga ekki að vera á vanskilaskrá. „Þá hafa bankarnir farið þá leið að vera með miðlæga skráningu í gegnum Creditinfo um hans skuldastöðu eða þær kröfur sem hafa verið afskrifaðar inn á miðlægan grunn hjá Creditinfo,“ segir Sævar. Þannig er lánasagan komin í staðinn fyrir vanskilaskránna þrátt fyrir að vinnsla slíkra upplýsinga sé bönnuð nema með sérstöku leyfi Persónuverndar. Hann segir að með þessu sé verið að fara í kringum lögin. Sævar segir að þau svör hafi fengist hjá Creditinfo að um sé að ræða upplýsingar frá viðkomandi banka sem fyrirtækið beri ekki ábyrgð á. „Það er verið að halda mönnum í ákveðinni hengingaról. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt vegna þess að einstaklingar sem hafa farið í gegnum gjaldþrotaferli eiga að geta byrjað upp á nýtt.“
Íslenskir bankar Persónuvernd Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira