Töff töfrabrögð í fjörutíu ár Benedikt Bóas skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Sýningin í fyrra heppnaðist vel með skjáinn á bak við. Hann ætlar að taka þessa sýningu upp og kannski gefa út. Tíminn mun leiða það í ljós. Sýningin verður með öllu klassíska efninu; rakvélarblöðum, hugsanalestri og sjónhverfingum og öllu þar á milli. „Ég get ekki alveg séð fyrir mér viðbrögðin í dag við 12 ára barni inni á vínveitingastöðum að skemmta liðinu. Fyrir utan að vera ungur var ég svo lítill og seinþroska að ég leit út eins og ég væri 7 ára,“ segir Ingó Geirdal, töframaður með meiru, en hann var farinn að skemmta í Hollywood, Skiphól og Þórskaffi aðeins lítill gutti. Í ár eru 40 ár síðan hann kom fyrst opinberlega fram. Skömmu síðar var hann kominn í Stundina okkar og þaðan lá leiðin inn á skemmtistaði bæjarins. „Ég var fastbókaður í Hollywood í hverri viku. Var að koma fram upp úr miðnætti. Þetta vakti lukku og var mikill skóli fyrir mann,“ segir hann.„Þegar maður er búinn að æfa atriðin í tugi ára þá er maður orðinn það sjóaður að það skiptir engu máli hve nálægt fólk er. Ég kem stundum fram hjá fyrirtækjum og félagasamtökum og þá hef ég verið að koma fram í návígi. Það skiptir engu máli. Þessi atriði virka á skjáum og sviði,“ segir Ingó.Ingó ætlar að halda afmælissýningu í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 10. febrúar. Hann hefur sett saman það besta sem hann kann og verður sýningunni varpað upp á skjá svo allir geta séð sem best. „Salurinn er mjög skemmtilegur til að halda töfrasýningu. Þarna verða öll mín bestu atriði, bæði þau sem ég hef verið að sýna í gegnum tíðina og þau nýlegustu. Þarna verða rakvélarblöðin flugbeittu, hugsanalestur og sjónhverfingar og allt þar á milli. Einnig ætla ég að taka þessi sem eru spari og maður hefur ekki gert í mörg ár. Það sem er skemmtilegt við Salinn er að það eru ekki nein slæm sæti. Til að auka upplifunina verð ég með skjá fyrir ofan sviðið og er búinn að ráða vin minn frá Sagafilm sem ætlar að taka þetta upp og sýna í nærmynd. Fólk kemur til með að sjá allt mjög vel,“ segir hann og leggur áherslu á orðið mjög. Margir þekkja Ingó einnig fyrir að fara fimum fingrum um gítarinn en nýverið urðu mannabreytingar í hljómsveitinni Dimmu sem hefur rokkað og rólað í mörg herrans ár. „Hljómsveitin er 15 ára í ár, Stefán Jakobsson söngvari er búinn að vera í átta ár og Egill er núna nýkominn inn. Við erum að fara að spila aftur í lok mars og byrjum að spila í Skyrgerðinni í Hveragerði og svo verður meira og minna komið fram á tónleikum víða um land. Planið er svo að semja eitthvað nýtt og koma frá sér á árinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
„Ég get ekki alveg séð fyrir mér viðbrögðin í dag við 12 ára barni inni á vínveitingastöðum að skemmta liðinu. Fyrir utan að vera ungur var ég svo lítill og seinþroska að ég leit út eins og ég væri 7 ára,“ segir Ingó Geirdal, töframaður með meiru, en hann var farinn að skemmta í Hollywood, Skiphól og Þórskaffi aðeins lítill gutti. Í ár eru 40 ár síðan hann kom fyrst opinberlega fram. Skömmu síðar var hann kominn í Stundina okkar og þaðan lá leiðin inn á skemmtistaði bæjarins. „Ég var fastbókaður í Hollywood í hverri viku. Var að koma fram upp úr miðnætti. Þetta vakti lukku og var mikill skóli fyrir mann,“ segir hann.„Þegar maður er búinn að æfa atriðin í tugi ára þá er maður orðinn það sjóaður að það skiptir engu máli hve nálægt fólk er. Ég kem stundum fram hjá fyrirtækjum og félagasamtökum og þá hef ég verið að koma fram í návígi. Það skiptir engu máli. Þessi atriði virka á skjáum og sviði,“ segir Ingó.Ingó ætlar að halda afmælissýningu í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 10. febrúar. Hann hefur sett saman það besta sem hann kann og verður sýningunni varpað upp á skjá svo allir geta séð sem best. „Salurinn er mjög skemmtilegur til að halda töfrasýningu. Þarna verða öll mín bestu atriði, bæði þau sem ég hef verið að sýna í gegnum tíðina og þau nýlegustu. Þarna verða rakvélarblöðin flugbeittu, hugsanalestur og sjónhverfingar og allt þar á milli. Einnig ætla ég að taka þessi sem eru spari og maður hefur ekki gert í mörg ár. Það sem er skemmtilegt við Salinn er að það eru ekki nein slæm sæti. Til að auka upplifunina verð ég með skjá fyrir ofan sviðið og er búinn að ráða vin minn frá Sagafilm sem ætlar að taka þetta upp og sýna í nærmynd. Fólk kemur til með að sjá allt mjög vel,“ segir hann og leggur áherslu á orðið mjög. Margir þekkja Ingó einnig fyrir að fara fimum fingrum um gítarinn en nýverið urðu mannabreytingar í hljómsveitinni Dimmu sem hefur rokkað og rólað í mörg herrans ár. „Hljómsveitin er 15 ára í ár, Stefán Jakobsson söngvari er búinn að vera í átta ár og Egill er núna nýkominn inn. Við erum að fara að spila aftur í lok mars og byrjum að spila í Skyrgerðinni í Hveragerði og svo verður meira og minna komið fram á tónleikum víða um land. Planið er svo að semja eitthvað nýtt og koma frá sér á árinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira