Launaupplýsingum verði safnað beint frá launagreiðendum Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 18:45 Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í nefnd fyrir um ári til að móta tillögur um söfnun og greiningu launaupplýsinga sem nú hefur skilað tillögum sem kynntar voru í ríkisstjórn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gegnum árin hafa aðilar vinnumarkaðarins iðulega deilt um forsendur launaþróunar í kjaraviðræðum. „Niðurstaðan og tillagan er að það verði stofnuð launatölfræðinefnd með aðkomu ólíkra aðila sem verði hýst hjá ríkissáttasemjara. Hún gefi út formlegt álit á launaþróun í samfélaginu tvisvar á ári. Þannig að við þurfum þá ekki að nýta tíma okkar í að deila um forsendur. Þannig verði þessar upplýsingar grunnurinn að kjaraviðræðum á hverjum tíma. „Ég horfi til þess að þetta geti verið til framfara fyrir umræður um launaþróun á Íslandi og fyrir kjarasamninga. Þetta hjálpar okkur í raun og veru til að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Því sem við viljum berjast fyrir í kjaraviðræðum hverju sinni. Launaumræðan geti þannig færst nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en meðal annars var horft til Noregs í störfum nefndarinnar. Upplýsingar liggi til að mynda fyrir um hvernig starfsaldur hafi áhrif á laun. „Það er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt; að það sé ekki nægjanlega horft til þess. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nægjanlega horft til þess að rannsaka hvernig menntun birtist í launum. Þannig að þarna er verið að leggja til að ákveðnar breytur verði skoðaðar sérstaklega. En aðrar launarannsóknir sem fyrir séu haldi einnig áfram. „Ég er mjög ánægð með vinnu þessarar nefndar og vonast til þess að við getum náð á næstunni að undirrita samkomulag um að koma þessari nefnd á laggirnar,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í nefnd fyrir um ári til að móta tillögur um söfnun og greiningu launaupplýsinga sem nú hefur skilað tillögum sem kynntar voru í ríkisstjórn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gegnum árin hafa aðilar vinnumarkaðarins iðulega deilt um forsendur launaþróunar í kjaraviðræðum. „Niðurstaðan og tillagan er að það verði stofnuð launatölfræðinefnd með aðkomu ólíkra aðila sem verði hýst hjá ríkissáttasemjara. Hún gefi út formlegt álit á launaþróun í samfélaginu tvisvar á ári. Þannig að við þurfum þá ekki að nýta tíma okkar í að deila um forsendur. Þannig verði þessar upplýsingar grunnurinn að kjaraviðræðum á hverjum tíma. „Ég horfi til þess að þetta geti verið til framfara fyrir umræður um launaþróun á Íslandi og fyrir kjarasamninga. Þetta hjálpar okkur í raun og veru til að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Því sem við viljum berjast fyrir í kjaraviðræðum hverju sinni. Launaumræðan geti þannig færst nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en meðal annars var horft til Noregs í störfum nefndarinnar. Upplýsingar liggi til að mynda fyrir um hvernig starfsaldur hafi áhrif á laun. „Það er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt; að það sé ekki nægjanlega horft til þess. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nægjanlega horft til þess að rannsaka hvernig menntun birtist í launum. Þannig að þarna er verið að leggja til að ákveðnar breytur verði skoðaðar sérstaklega. En aðrar launarannsóknir sem fyrir séu haldi einnig áfram. „Ég er mjög ánægð með vinnu þessarar nefndar og vonast til þess að við getum náð á næstunni að undirrita samkomulag um að koma þessari nefnd á laggirnar,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira