„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. febrúar 2019 18:13 „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök og hélt því til streitu í viðtalinu. Meðal þess sem kom fram í máli hans var að frásögn Carmenar í Stundinni fyrr á árinu, þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins, sé að hans mati ósönn. Hann hafi aldrei snert hana og því hlytu þær mæðgur að hafa sviðsett atvikið en móðir Carmenar segist hafa verið vitni að snertingunni og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna þess. Sjá einnig: Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Í samtali við fréttastofu segir Carmen að ásakanir Jóns Baldvins um að þær mæðgur hafi sviðsett atvikið séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í fullu samráði við Bryndísi, sem hafi lengi hvatt móður Carmenar til þess að heimsækja þau. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Hefur aldrei hitt Aldísi og segist ekki bera hag hennar sérstaklega fyrir brjósti Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins spurði Jón Baldvin meðal annars af því af hverju konur hefðu stigið fram undir nafni og þá framið lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir, væri það sem Jón Baldvin héldi fram rétt. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Carmen segir af og frá að hún sé í einhverju samfloti með Aldísi. Sjá einnig: Jón Baldvin kom vel undirbúinn í viðtalið „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen. Þá íhugar hún alvarlega að leggja fram kæru gegn Jóni Baldvini. „Ég er að gera það upp við mig þessa vikuna hvort ég eigi ekki að kæra hann hér á Spáni þar sem ég hef fengið byr hér frá fjölmiðlum og lögfræðingum. Það hefur verið að vefjast fyrir okkur hvort það sé hentugra að kæra á Íslandi eða Spáni.“ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök og hélt því til streitu í viðtalinu. Meðal þess sem kom fram í máli hans var að frásögn Carmenar í Stundinni fyrr á árinu, þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins, sé að hans mati ósönn. Hann hafi aldrei snert hana og því hlytu þær mæðgur að hafa sviðsett atvikið en móðir Carmenar segist hafa verið vitni að snertingunni og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna þess. Sjá einnig: Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Í samtali við fréttastofu segir Carmen að ásakanir Jóns Baldvins um að þær mæðgur hafi sviðsett atvikið séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í fullu samráði við Bryndísi, sem hafi lengi hvatt móður Carmenar til þess að heimsækja þau. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Hefur aldrei hitt Aldísi og segist ekki bera hag hennar sérstaklega fyrir brjósti Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins spurði Jón Baldvin meðal annars af því af hverju konur hefðu stigið fram undir nafni og þá framið lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir, væri það sem Jón Baldvin héldi fram rétt. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Carmen segir af og frá að hún sé í einhverju samfloti með Aldísi. Sjá einnig: Jón Baldvin kom vel undirbúinn í viðtalið „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen. Þá íhugar hún alvarlega að leggja fram kæru gegn Jóni Baldvini. „Ég er að gera það upp við mig þessa vikuna hvort ég eigi ekki að kæra hann hér á Spáni þar sem ég hef fengið byr hér frá fjölmiðlum og lögfræðingum. Það hefur verið að vefjast fyrir okkur hvort það sé hentugra að kæra á Íslandi eða Spáni.“
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30