600 nemendur í dýrasta skóla Reykjanesbæjar Sighvatur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 19:30 Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. Það er krefjandi verkefni fyrir sveitarfélag að takast á við hraða fjölgun. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um þriðjung á nokkrum árum. Bæjarstjórinn segir að meðal annars þurfi að líta til fjölda barna og aldurs þeirra í einstökum hverfum. „Við höfum verið að stækka leikskóla og byggja nýja leikskóla og erum að hefja byggingu nýs grunnskóla. Síðan erum við með á teikniborðinu næstu skóla í röðinni en það eru einhver ár í þær framkvæmdir,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Stapaskóli verður 10.000 fermetrar að stærð.Vísir/Arkís arkitektarGrunnskóli síðast vígður fyrir 14 árum Fyrir 25 árum voru sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuð undir merkjum Reykjanesbæjar. Nýjasti grunnskólinn fram til þessa er Akurskóli í Njarðvík sem var vígður fyrir 14 árum. Skólinn sem er verið að reisa nú verður vígður haustið 2020 gangi áætlanir eftir. Hann verður byggður í þremur áföngum, áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. „Þetta er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur farið í. Þetta er bygging upp á rúma 10.000 fermetra. Hún verður byggð núna á næstu árum í Innri Njarðvík,“ segir Kjartan bæjarstjóri. Nýi skólinn hefur fengið nafnið Stapaskóli. Hann verður leikskóli og grunnskóli. Stefnt er að því að íþróttahús og sundlaug verði í nýju skólabyggingunni.Frá framkvæmdasvæðinu við Stapaskóla í Reykjanesbæ.Vísir/SighvaturReykjanesbær hefur verið undir eftirliti sveitarfélaga vegna hás skuldahlutfalls sem hefur farið lækkandi. „Það er margt sem hjálpast þar að, íbúafjölgun og auknar tekjur. Fjölgun munu líka fylgja aukin útgjöld. Svo hafa ytri skilyrði verið okkur hagstæð, atvinnustig verið hátt og svo framvegis,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Reykjanesbær Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. Það er krefjandi verkefni fyrir sveitarfélag að takast á við hraða fjölgun. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um þriðjung á nokkrum árum. Bæjarstjórinn segir að meðal annars þurfi að líta til fjölda barna og aldurs þeirra í einstökum hverfum. „Við höfum verið að stækka leikskóla og byggja nýja leikskóla og erum að hefja byggingu nýs grunnskóla. Síðan erum við með á teikniborðinu næstu skóla í röðinni en það eru einhver ár í þær framkvæmdir,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Stapaskóli verður 10.000 fermetrar að stærð.Vísir/Arkís arkitektarGrunnskóli síðast vígður fyrir 14 árum Fyrir 25 árum voru sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuð undir merkjum Reykjanesbæjar. Nýjasti grunnskólinn fram til þessa er Akurskóli í Njarðvík sem var vígður fyrir 14 árum. Skólinn sem er verið að reisa nú verður vígður haustið 2020 gangi áætlanir eftir. Hann verður byggður í þremur áföngum, áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. „Þetta er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur farið í. Þetta er bygging upp á rúma 10.000 fermetra. Hún verður byggð núna á næstu árum í Innri Njarðvík,“ segir Kjartan bæjarstjóri. Nýi skólinn hefur fengið nafnið Stapaskóli. Hann verður leikskóli og grunnskóli. Stefnt er að því að íþróttahús og sundlaug verði í nýju skólabyggingunni.Frá framkvæmdasvæðinu við Stapaskóla í Reykjanesbæ.Vísir/SighvaturReykjanesbær hefur verið undir eftirliti sveitarfélaga vegna hás skuldahlutfalls sem hefur farið lækkandi. „Það er margt sem hjálpast þar að, íbúafjölgun og auknar tekjur. Fjölgun munu líka fylgja aukin útgjöld. Svo hafa ytri skilyrði verið okkur hagstæð, atvinnustig verið hátt og svo framvegis,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Reykjanesbær Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira