Bergþór sest hugsanlega aftur í formannsstólinn í vor Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2019 19:00 Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við stjórnarflokkana og einn stjórnarþingmaður gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í kosningum um formann og varaformenn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Fráfarandi formaður gæti sest aftur í formannssætið í lok maí. Það hefur mikið verið makkað í reyklausum bakherbergjum Alþingis undanfarna rúma viku vegna ósættis í umhverfis- og samgöngunefnd um formennsku Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins. Ekki hefur verið fundarfært í nefndinni undanfarna rúma viku en í morgun höfðu myndast ákveðnar fylkingar um skipan mála. Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram tillögu fyrir hönd fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, yrði formaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur um að hún gengdi annað hvort embætti fyrsta eða annars varaformanns. Í atkvæðagreiðslum riðluðust raðir stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna og greiddi Rósa Björk Brynjólfsdóttir annar fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni atkvæði með tillögum Samfylkingarinnar sem studdar voru af Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins.„Stjórnarandstaðan á þetta formannssæti. Um það hefur verið samið. Því studdi ég þessa tillögu minnihlutans. Og það er náttúrlega með ólíkindum að þessi framkoma Miðflokksmanna hafi verið stutt af Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum,” segir Rósa Björk. En Karl Gauti Hjaltason utan flokka og Bergþór greiddu atkvæði með öðrum stjórnarþingmönnum en Rósu.Meirihlutinn samþykkti tillögu frá Bergþóri Þá lagði Bergþór fram tillögu um að Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, yrði formaður, Ari Trausti Guðmundsson fulltrúi Vinstri grænna fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins annar varaformaður auk bókunar um að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað í maí.Hefur þú einhverja tryggingu fyrir því frá stjórnarflokkunum að þú getir aftur sest í stól formanns í vor?„Ekki aðra en þá að þetta verði bara skoðað í byrjun maí.”Þýðir þetta að þið eruð kannski orðinn fjórði stjórnarflokkurinn án ráðherrastóls?„Nei, menn þurfa að tengja sig ansi langt til að ætla sér að túlka það þannig,” segir Bergþór. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hann skrýtið ef aðrir flokkar ætluðu hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipaði þingmenn sína í nefndir. Karl Gauti Hjaltason þingmaður utan flokka og skipaður í nefndina af Flokki fólksins er sáttur við niðurstöðuna. „Mér leist bara vel á frambjóðandann Jón Gunnarsson. Ég held að hann sé vel að þessu kominn að vera formaður nefndarinnar. Hann hefur gengt þessu starfi í fjarveru Bergþórs og farist það vel úr hendi,” segir Karl Gauti.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn formenn í fjórum nefndum, stjórnarandstaðan í tveimur, Framsókn í einni og Vinstri græn í einni. En eftir myndun ríkisstjórnarinnar var samið um að stjórnarandstaðan hefði þrjá af átta nefndarformönnum. „Þetta samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur nú verið rofið af meirihlutanum með aðstoð Klausturmanna í nefndinni,” segir Helga Vala Helgadóttir. Jón Gunnarsson segir að nauðsynlegt hafi verið að höggva á hnútinn eftir að stjórnarandstaðan hafi ekki komið sér saman um formann. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við stjórnarflokkana og einn stjórnarþingmaður gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í kosningum um formann og varaformenn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Fráfarandi formaður gæti sest aftur í formannssætið í lok maí. Það hefur mikið verið makkað í reyklausum bakherbergjum Alþingis undanfarna rúma viku vegna ósættis í umhverfis- og samgöngunefnd um formennsku Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins. Ekki hefur verið fundarfært í nefndinni undanfarna rúma viku en í morgun höfðu myndast ákveðnar fylkingar um skipan mála. Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram tillögu fyrir hönd fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, yrði formaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur um að hún gengdi annað hvort embætti fyrsta eða annars varaformanns. Í atkvæðagreiðslum riðluðust raðir stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna og greiddi Rósa Björk Brynjólfsdóttir annar fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni atkvæði með tillögum Samfylkingarinnar sem studdar voru af Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins.„Stjórnarandstaðan á þetta formannssæti. Um það hefur verið samið. Því studdi ég þessa tillögu minnihlutans. Og það er náttúrlega með ólíkindum að þessi framkoma Miðflokksmanna hafi verið stutt af Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum,” segir Rósa Björk. En Karl Gauti Hjaltason utan flokka og Bergþór greiddu atkvæði með öðrum stjórnarþingmönnum en Rósu.Meirihlutinn samþykkti tillögu frá Bergþóri Þá lagði Bergþór fram tillögu um að Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, yrði formaður, Ari Trausti Guðmundsson fulltrúi Vinstri grænna fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins annar varaformaður auk bókunar um að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað í maí.Hefur þú einhverja tryggingu fyrir því frá stjórnarflokkunum að þú getir aftur sest í stól formanns í vor?„Ekki aðra en þá að þetta verði bara skoðað í byrjun maí.”Þýðir þetta að þið eruð kannski orðinn fjórði stjórnarflokkurinn án ráðherrastóls?„Nei, menn þurfa að tengja sig ansi langt til að ætla sér að túlka það þannig,” segir Bergþór. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hann skrýtið ef aðrir flokkar ætluðu hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipaði þingmenn sína í nefndir. Karl Gauti Hjaltason þingmaður utan flokka og skipaður í nefndina af Flokki fólksins er sáttur við niðurstöðuna. „Mér leist bara vel á frambjóðandann Jón Gunnarsson. Ég held að hann sé vel að þessu kominn að vera formaður nefndarinnar. Hann hefur gengt þessu starfi í fjarveru Bergþórs og farist það vel úr hendi,” segir Karl Gauti.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn formenn í fjórum nefndum, stjórnarandstaðan í tveimur, Framsókn í einni og Vinstri græn í einni. En eftir myndun ríkisstjórnarinnar var samið um að stjórnarandstaðan hefði þrjá af átta nefndarformönnum. „Þetta samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur nú verið rofið af meirihlutanum með aðstoð Klausturmanna í nefndinni,” segir Helga Vala Helgadóttir. Jón Gunnarsson segir að nauðsynlegt hafi verið að höggva á hnútinn eftir að stjórnarandstaðan hafi ekki komið sér saman um formann.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent